- Auglýsing -
- Auglýsing -

EMU18: Mittún sópaði til sín verðlaunum

Óli Mittún t.h. varð markahæstur og besti leikmaður EMU18 ára. Mynd/EHF
- Auglýsing -

Hinn 17 ára gamli Færeyingur, Óli Mittún, sló hressilega í gegn á Evrópumóti 18 ára landsliða sem lauk í Podgorica í Svartfjallalandi í dag með sigri Spánverja. Honum héldu engin bönd í leikjum færeyska landsliðsins á mótinu. Fyrir vikið var hann valinn besti leikmaður mótsins auk þess að verða markakóngur með 80 mörk í sjö leikjum.

Úrvalslið EM U18 ára landsliða karla. Mynd/EHF


Mittún var 19 mörkum á undan öðru undrabarni á handknattleiksvellinum, hinum 16 ára gamla ítalska línumanni, Tommaso De Angelis, sem skoraði 61 mark. Slóveninn Nejc Hribersek varð þriðji með 49 mörk.

Mittún hefur leikið með H71 í Hoyvík í Þórshöfn en hefur samið við sænska liðið Sävehof og verður þar með samherji landa síns, Elias Ellefsen á Skipagøtu, sem einnig er mikið efni en þremur árum eldri.

Elmar skoraði flest mörk

Elmar Erlingsson varð markahæstur íslensku piltanna. Hann skoraði 24/9 mörk og varði í 28. sæti. Næstur af Íslendingum var Kjartan Þór Júlíusson með 21/0 mark.

Norðmenn prúðastir

Noregur, sem hafnaði í sjöunda sæti, átti prúðasta lið mótsins. Ísland var í 13. sæti á þeim lista af 16. Frakkar ráku lestina og Færeyingar voru næstir fyrir ofan þá og þar á eftir kom Þýskaland áður en röðin kom að íslenska liðinu. Pólverjar og Danir voru næstir á eftir Norðmönnum yfir prúðustu lið mótsins.

Breki Hrafn í tólfta sæti

Breki Hrafn Árnason, markvörður, varð í 12. sæti á lista yfir hæsta hlutfall varinna skota. Breki Hrafn varði 27,1% skota sem á mark hans kom, 39 af 144.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -