- Auglýsing -
- Auglýsing -

EMU18: Sæþór tekur út leikbann

Sæþór Atlason tekur út leikbann gegn Færeyingum í leiknum um 9. sætið á EM í dag. Mynd/EHF
- Auglýsing -

Sæþór Atlason leikur ekki með U18 ára landsliðinu gegn Færeyingum í Podgorica á Evrópumótinu í dag. Sæþór fékk beint rautt spjald í leiknum við Slóvena í gær og verður þar af leiðandi í leikbanni í dag. Beint rautt spjald þýðir eins leiks bann á stórmótum en rautt spjald fyrir þrjár brottvísanir ekki.


Ísak Steinsson, markvörður, og Hans Jörgen Ólafsson gátu ekki tekið þátt í leiknum við Slóvena í dag vegna veikinda. Ísak kemur inn í hópinn í dag og því verða tveir markverðir á skýrslu. Hans Jörgen verður áfram utan hópsins.



Viðureign Íslands og Færeyja um 9. sæti Evrópumótsins hefst klukkan 15.30 og verður textalýsing frá leiknum á handbolti.is eins og frá öðrum leikjum íslenska landsliðsins á mótinu. Eins verður hægt að fylgjast með útsendingu frá leiknum á ehftv.com.

Fréttin var uppfærð kl. 14.25 með nýjum fréttum af heilsufari Ísaks.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -