- Auglýsing -
Handknattleiksdómararnir Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Ólafur Pétursson hafa staðið í ströngu síðustu daga í Podgorica í Svartfjallalandi hvar þeir eru á meðal dómara á leikjum Evrópumóts 18 ára karlalandsliða.
Sigurður Hjörtur og Svavar Ólafur dæmdu leik Færeyja og Spánar á fyrsta keppnisdegi 4. ágúst. Þar á eftir tók við viðureign Noregs og Slóveníu. Eftir því sem næst verður komist sitja þeir yfir í dag þegar lokaumferð riðlakeppninnar fer fram.
Líklegt má telja að þeir félagar verði kallaðir til þegar milliriðlakeppni mótsins hefst á þriðjudaginn en frí verður frá leikjum á morgun.
- Auglýsing -