- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EMU19: Áttu þetta svo sannarlega skilið

Leikmenn íslenska liðsins léku vel í morgun. Mynd/EHF/Marius Ionescu
- Auglýsing -

„Við erum gríðarlega ánægðir með frammistöðu liðsins og liðsheildina að þessu sinni. Varnarleikurinn var frábær allan leikinn, bæði 6/0 og 5/1. Sömu sögu er að segja um markvörsluna. Í framhaldinu tókst okkur að keyra mjög vel í bakið á króatíska liðinu,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfara U19 ára landsliðs kvenna við handbolta.is í dag eftir níu marka sigur á Króötum, 35:26, í síðari viðureign íslenska liðsins í milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik í Pitesi í Rúmeníu fyrir hádegið.

„Sóknarleikurinn var virkilega góður. Við fengum framlag frá mörgum leikmönnum og úr öllum leikstöðum á vellinum sem var afar jákvætt. Í raun hefði sigur okkar getað verið mikið stærri ef færanýtingin hefði verið betri,“ sagði Ágúst Þór en þetta var fyrsti sigurleikur Íslands á mótinu eftir fjóra tapleiki.

EMU19: Milliriðlar, leikir, úrslit og staðan

Ánægður með gæðin

„Ég er bara mjög ánægður með frammistöðuna og gæðin í liðinu. Stelpurnar áttu þetta svo sannarlega þennan sigur skilið,“ sagði Ágúst Þór sem er strax kominn með hugann við næsta leik sem verður við Norður Makedóníu á föstudaginn.

Sonja Lind Sigsteinsdóttir og Embla Steindórsdóttir. Mynd/EHF/Marius Ionescu

Næsti leikur á föstudag

„Það verður bara hörkuleikur. Við höfum mætt liði Norður Makedóníu áður, síðast á HM 18 ára landsliða í fyrra og ágætlega hvað bíður okkar. Á morgun verður frídagur frá leikjum. Daginn munum við meðal annars nota til þess að taka æfingu og búa okkur sem best undir viðureignina,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfara U19 ára landsliðskvenna við handbolta.is í morgun.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -