- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EMU19: Stelpurnar unnu stórsigur á Króötum

Stúlkurnar í U19 ára landsliðinu unnu sannarlega frábæran sigur á Króötum á EM í dag. Mynd/EHF/Marius Ionescu
- Auglýsing -

Stúlkurnar í 19 ára landsliðinu í handknattleik unnu sinn fyrsta leik á Evrópumótinu í Pitesi í Rúmeníu í dag þegar þær unnu Króata með níu marka mun, 35:26, í síðari umferð milliriðlakeppninnar um sæti níu til sextán. Íslensku stúlkurnar réðu lögum og lofum á leikvellinum nánast frá upphafi til enda. Forskot þeirra var fjögur mörk, 18:14, þegar fyrri hálfleikur var að baki.

Næsti leikur íslenska liðsins verður á föstudaginn við Norður Makedóníu ef tíðindamaður handbolta.is les rétt úr skipulagi mótsins. Sigurlið þess leiks leikur um 13. sæti mótsins en tapliðið um 15. sætið á laugardaginn.

Fljótlega var ljóst að íslenska liðið var sterkara í viðureigninni. Viljinn virtist meiri hjá íslenska liðinu en bæði lið voru í þeim sporum fyrir viðureignina að hafa ekki unnið leik til fram til þessa.

Varnarleikur íslensku stúlknanna var mjög góður. Þær neyddu þær króatísku hvað eftir annað í slæma stöðu með þeim afleiðingum að boltinn gekk þeim úr greipum. Íslenska liðið svaraði með hraðaupphlaupum. Þótt þau gengu ekki öll sem skildi létu leikmenn ekki hug falla.

EMU19: Milliriðlar, leikir, úrslit og staðan

Þegar halla tók á fyrri hálfleik skildu leiðir. Í síðari hálfleik lék aldrei vafi á hvort liðið væri sterkara. Króötum tókst ekki að koma með áhlaup. Þeim var ekki hleypt upp á dekk. Mestur varð munurinn 10 mörk, 32:22.

Öruggur íslenskur sigur var staðreynd. Vel gert hjá stelpunum að rífa sig upp eftir vonbrigðin og vinna öruggan, kærkominn og verðskuldaðan sigur.

Mörk Íslands: Katrín Anna Ásmundsdóttir 10, Elín Klara Þorkelsdóttir 8, Lilja Ágústsdóttir 5, Alfa Brá Hagalín Oddsdóttir 3, Embla Steindórsdóttir 3, Elísa Elíasdóttir 2, Inga Dís Jóhannsdóttir 1, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 1, Valgerður Arnalds 1.
Varin skot: Ethel Gyða Bjarnasen 12/1, 33,3% – Elísa Helga Sigurðardóttir 1, 33,3%.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -