- Auglýsing -
- Auglýsing -

EMU19:„Áttum ekki möguleika frá byrjun“

Ágúst Þór Jóhansson þjálfari gefur skipanir í leiknum í dag. T.v er Rakel Oddný Guðmundsdóttir og t.h. er Elín Klara Þorkelsdóttir. Á bekknum eru að baki Ágústi Þorvaldur Skúli. Pálsson sjúkraþjálfari, Jóhann Ingi Guðmundsson, markvarðaþjálfari og Elísa Helga Sigurðardóttir markvörður. Mynd/EHF/Marius Ionescu
- Auglýsing -

„Vonbrigði okkar og svekkelsi er mikið eftir tapið í dag. Við vorum undir á öllum sviðum leiksins frá upphafi. Við áttum bara ekki möguleika frá byrjun. Portúgalska liðið fékk að gera það sem það vildi á alltof auðveldan hátt,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfara U19 ára landsliðs kvenna í handknattleik við handbolta.is í dag eftir að lið hans steinlá fyrir portúgalska landsliðinu, 44:27, í þriðju og síðustu umferð riðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik í Rúmeníu í dag.

Embla Steindórsdóttir, Inga Dís Jóhannsdóttir, Valgerður Arnalds, Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín og Thelma Melsteð Björgvinsdóttir. Mynd/EHF/Marius Ionescu

Alltof linar í vörninni

„Við vissum fyrir að framundan væri erfiður leikur gegn öflugu liði Portúgals sem hefur á að skipa hávöxnum og góðum skyttum. Við vorum bara alltof linar í vörninni, hvort sem leikin var 6/0 vörn eða 5/1. Auk þess vorum við oft í undirtölu sem bætir ekki úr skák gegn svona góðu liði.

Stelpurnar mega eiga það að þær gáfust ekki upp þótt á brattann væri að sækja og staðan slæm. Því miður þá dugði það ekki til. Við munum nýta daginn á morgun mjög vel til þess að ná upp ferskleika fyrir viðureignina við Holland á þriðjudaginn í keppninni um níunda til sextánda sætið,“ sagði Ágúst Þór sem segir uppgjöf ekki vera til í þessum hópi þrátt fyrir að brattann hafi verið að sækja í dag og þrjá tapleiki á mótinu.

Uppgjöf þekkist ekki

„Uppgjöf þekkist ekki í þessum hóp. Stelpurnar nota kvöldið til þess að kasta mæðinni og safna kröftum. Við ætlum að mæta í góðu formi í leikinn við Holland á þriðjudaginn,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson ákveðinn þegar handbolti.is heyrði í honum hljóðið eftir tapleikinn á EM í Pitesi í Rúmeníu.

EMU19: Dagskrá, úrslit og staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -