- Auglýsing -
- Auglýsing -

Endasprettur Gróttu – 17 mörk Einars Rafns – Ráku af sér slyðruorðið

Birgir Steinn Jónsson skoraði 11 mörk fyrir Gróttu gegn KA í kvöld, þar á meðal jöfnunarmarkið, 33:33. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Ævintýralegur endasprettur Gróttumanna í KA-heimilinu í kvöld tryggði þeim annað stigið í heimsókn til KA, 33:33, í 11. umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Aftureldingarmenn ráku síðan af sér slyðruorðið eftir leikinn við FH á dögunum og lögðu Stjörnuna með þriggja marka mun í TM-höllinni í Garðabæ, 29:26. Afturelding komst þar með upp að hlið FH með 16 stig í öðru til þriðja sæti. FH á leik til góða annað kvöld við ÍR í Skógarseli.

17 mörk í 20 skotum

Fyrir utan endasprett Gróttu í KA-heimilinu þá verður mörgum sem leikinn sáu eftirminnileg frammistaða Einars Rafns Eiðssonar. Hann skoraði 17 mörk, ríflega helming marka KA, og notaði til þess 20 skot. Skotnýting Einars Rafns var 85%. Hann nýtti sjö af átta vítaköstum. Einnig skapaði Einar Rafn sex marktækifæri.


Handbolta.is rekur ekki minni til þess að leikmaður í Olísdeild karla hafi skorað 17 mörk í leik síðan Egill Magnússon skoraði 17 mörk gegn Val fyrir átta árum. Lovísa Thompson skoraði reyndar 17 mörk með Val í Olísdeild kvenna um miðjan apríl.

Róbert Gunnarsson þjálfari Gróttu fer yfir málin með sínum mönnum skömmu fyrir leikslok í KA-heimilinu. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Tvö mörk á 30 sekúndum

Hannes Grimm minnkað forskot KA niður í eitt mark þegar um hálf mínúta var til leiksloka í KA-heimilinu, 33:32. Gróttu tókst að vinna boltann á síðustu sekúndunum og Jóel Bernburg vann vítakast. Birgi Steini Jónssyni urðu ekki á mistök í vítakastinu. Hann jafnaði metin fyrir Gróttu sem er áfram í níunda sæti en hefur nú níu stig eins og KA sem situr í 10. sæti. Birgir Steinn var frábær í liði Gróttu og skorað 11 mörk, eitt úr vítakasti. Frammistaða hans hvarf samt í skuggann af stórleik Einars Rafns.


Afturelding var sterkari síðustu 10 til 12 mínútur leiksins við Stjörnuna í TM-höllinni. Blær Hinriksson var frábær í liði Aftureldingar. Hann skoraði 10 mörk í 13 skotum.


Stjörnunni tókst ekki að fylgja eftir síðustu leikjum og m.a. góðum sigri á Fram í Úlfarsárdal fyrir viku.


Stjarnan – Afturelding 26:29 (10:12).
Mörk Stjörnunnar:
Tandri Már Konráðsson 5, Leó Snær Pétursson 5/5, Pétur Árni Hauksson 4, Starri Friðriksson 3/1, Hergeir Grímsson 3, Þórður Tandri Ágústsson 3, Gunnar Steinn Jónsson 2, Arnar Freyr Ársælsson 2.
Varin skot: Adam Thorstensen 12, 32,4% – Arnór Freyr Stefánsson 4, 50%.
Mörk Aftureldingar: Blær Hinriksson 10/2, Birkir Benediktsson 6, Ihor Kopyshynskyi 4, Árni Bragi Eyjólfsson 3, Gestur Ólafur Ingvarsson 2, Stefán Scheving Guðmundsson 2, Einar Ingi Hrafnsson 1, Pétur Júníusson 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 12/2, 31,6%.


KA – Grótta 33:33 (14:15).
Mörk KA: Einar Rafn Eiðsson 17/7, Gauti Gunnarsson 5, Dagur Gautason 3, Skarphéðinn Ívar Einarsson 2, Arnór Ísak Haddsson 2, Einar Birgir Stefánsson 1, Hilmar Bjarki Gíslason 1, Haraldur Bolli Heimisson 1, Patrekur Stefánsson 1.
Varin skot: Nicholas Sarchwell 6/1, 22,2% – Bruno Bernat 2, 15,4%.

Mörk Gróttu: Birgir Steinn Jónsson 11/1, Lúðvík Thorberg Arnkelsson 6, Theis Koch Søndergard 4, Þorgeir Bjarki Davíðsson 4, Hannes Grimm 3, Jakob Ingi Stefánsson 2, Andri Þór Helgason 2/1, Jóel Bernburg 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 12, 27,9%.


Staðan í Olísdeild karla:

Valur121101415 – 34222
FH11722329 – 31816
Afturelding12723363 – 33916
ÍBV12624401 – 37214
Stjarnan12534353 – 34313
Fram12534357 – 35413
Haukar12516363 – 34711
Selfoss11515321 – 32911
Grótta11335302 – 3029
KA12336346 – 3649
ÍR11218307 – 3725
Hörður120111354 – 4291
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -