- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Endaspretturinn hófst of seint – Haukar eru úr leik

Einar Jónsson, Aron Kristjánsson og Adam Haukur Baumruk. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Góður endasprettur Hauka færði þeim eins marks sigur á CSM Focsani frá Rúmeníu í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik á Ásvöllum í kvöld. Sigurinn dugði Haukum hinsvegar skammt því þeir féllu úr keppni eftir samanlagt tap, 54:53, í tveimur leikjum.


Leikmenn CSM Focsani voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 14:10.
Endaspretturinn kom of seint. Tíu mínútum fyrir leikslok voru leikmenn Hauka fjórum mörkum undir, 21:17. Þeim tókst hinsvegar að hleypa leiknum upp á lokakaflanum en meiri nákvæmni ásamt e.t.v. smá heppni skorti til að Haukum lánaðist að snúa taflinu algjörlega við. Segja má að endaspretturinn hafi byrjað of seint.

Stefán Rafn Sigurmannsson og Adam Haukur Baumruk voru ekki með vegna meiðsla og Ólafur Ægir Ólafsson glímir einnig við meiðsli og gat alls ekki beitt sér af fullum þunga en hann reyndi í fyrri hálfleik.


Haukar átti strax í upphafi í erfiðleikum í sóknarleiknum og skoruðu aðeins þrjú mörk á fyrstu tíu mínútum leiksins meðan gestirnir skoruðu sex og nýttu sínar sóknir betur. Haukar náðu lítt hröðum upphlaupum eða seinni bylgju.


Það þyngdi síðan enn róðurinn að Geir Guðmundsson meiddist eftir rúmar tíu mínútur þegar einn rúmenski leikmaðurinn datt á Geir þar sem hann lá á leikvellinum eftir að hafa hrasað við. Geir fékk höfuðhögg og kom ekkert meira við sögu.


Mörk Hauka: Halldór Ingi Jónasson 7, Darri Aronsson 4, Atli Már Báruson 4/1, Heimir Óli Heimisson 3, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 2/1, Þorfinnur Máni Björnsson 2, Geir Guðmundsson 2, Tjörvi Þorgeirsson 2, Þráinn Orri Jónsson 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 5, 21% – Stefán Huldar Stefánsson 4, 36%.

Handbolti.is var á Ásvöllum og fylgdist með leiknum í stöðu- og textauppfærslu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -