- Auglýsing -
- Auglýsing -

Enduðum sem betur fer á því að vinna leikinn

Sigvaldi Björn Guðjónsson og kona hans Nótt Jónsdóttir. Jökull Sigvaldason er í fangi föður síns eftir leikinn í kvöld. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Við enduðum sem betur fer á því að vinna leikinn,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson landsliðsmaður í handknattleik glaður í bragði þegar handbolti.is hitti hann að máli þegar hann gekk af leikvelli í Scandinavium íþróttahöllinni í Gautaborg í kvöld eftir fjögurra marka sigur, 41:37, á Brasilíu í síðasta leik landsliðsins á HM 2023. Sigurinn einn og sér nægði íslenska liðinu ekki til þess að komast í átta liða úrslit mótsins sem fram fara á miðvikudaginn.


„Það kom til greina að leika jafn illa í síðari hálfleik og í þeim fyrri. Frammistaðan í fyrri hálfleik var ekki boðleg fyrir þær þúsundir Íslendinga sem hafa fylgt okkur eftir á HM. Við þurftum að klára leikinn almennilega. Það var ekki hægt að bjóða upp á að kveðja með öðrum eins leik í síðari hálfleik og tapi. Stuðningurinn hefur verið frábær. Ég segi bara takk fyrir okkur,“ sagði Sigvaldi Björn sem var einn þeirra sem kom inn af krafti í síðari hálfleik og skoraði m.a. sex mörk.


„Það er hinsvegar ömurlega svekkjandi að vera úr leik. Okkur langaði í svo mikið meira. Síðasta korterið á móti Ungverjum varð okkur dýrt þegar upp er staðið. Því miður. Næst er það bara EM að ári. Það er bara áfram gakk,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson landsliðsmaður í handknattleik í samtali við handbolta.is í Gautaborg í kvöld.

HM 2023 – Milliriðlar, leikjadagskrá, staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -