- Auglýsing -
- Auglýsing -

Endurheimtir Györ titilinn?

Anne Mette Hansen hvítklædd verður í stór hlutverki hjá Györ í úrslitaleiknum í dag eins og í undanúrslitum gegn Esbjerg í gær. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Komið er að úrslitastund í Meistaradeild kvenna í handknattleik þegar leikið verður til úrslita í MVM Dome íþróttahöllinni í Búdapest í dag. Í leiknum um þriðja sætið eigast við danska liðið Esbjerg og Metz frá Frakklandi. Í úrslitaleiknum eru það Györ frá Ungverjalandi og norska liðið Vipers Kristiansand sem berjast um titilinn eftirsótta. Vipers er ríkjandi meistari.

Metfjöldi áhorfenda greiddi aðgang að undanúrslitaleikjunum í gær, 14.800. Reiknað er með fleiri áhorfendum í dag enda leikur ungverskt lið í úrslitum keppninnar og þótt Györ hafi ekki bækistöðvar í höfuðborginni þá standa heimamenn þétt að baki sínum félagsliðum í alþjóðlegri keppni.


Esbjerg – Metz | Beint á EHFTV | kl. 13.15

  • Hvorugt liðið hefur unnið leik í úrslitahelgi Meistaradeild Evrópu. Esbjerg, sem er með í fyrsta sinn tapaði í undanúrslitum í gær. Metz náði í fyrsta sinn svo langt í keppninni tímabilið 2018/2019 en tapað þá báðum viðureignum sínum auk þess sem liðið beið lægri hlut í undanúrslitaleik við Vipers í gær.
  • Henny Reistad leikmaður Esbjerg hefur skorað 38 mörk í Final4 til þessa og skortir aðeins 5 mörk til þess að komast í sjöunda sæti yfir markahæstu leikmenn í sögu úrslitahelgarinnar.
  • Dönsku liði hefur tekist að komast á verðlaunapall í Meistaradeildinni frá tímabilinu 2009/10 þegar Viborg vann keppnina.
  • Ef Metz vinnur í dag verður það besti árangur liðsins í Meistaradeildinni.
Nora Mørk, t.v. þarf að skora átta mörk í úrslitaleiknum í dag til þess að verða markadrottning Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn. Mynd/EPA

Györ – Vipers | Beint á EHFTV | kl. 16

  • Bæði lið hafa verið öflug í Meistaradeildinni síðustu sex ár og hefur annað hvort þeirra unnið keppnina frá tímabilinu 2016/17.
  • Fjórir leikmenn Vipers, Katrine Lunde, Nora Mørk, Jana Knedlikova og Zsuzanna Tomori, hafa unnið Meistaradeildina að minnsta kosti einu sinni með Györ.
  • Þessi lið hafa besta árangurinn í Final4 úrslitahelginni. Györ hefur unnið 11 af 13 leikjum sínum, 84% sigurhlutfall á meðan Vipers hefur unnið 4 af 5 leikjum sínum, 80%.
  • Síðan að Final4 fyrirkomulagið var tekið upp tímabilið 2013/14 hefur Györ unnið keppnina fjórum sinnum og aðeins tapað einu sinni. Þrír sigurleikjanna unnust með einu marki hver.
  • Katrine Lunde markvörður Vipers og Nora Mørk hægri skytta liðsins geta unnið Meistaradeildina í sjötta skiptið og myndu með því jafna met Ausra Fridrikas og Bojönu Popovic
  • Mørk vantar aðeins sjö mörk til að jafna Cristinu Neagu sem er markahæst í Meistaradeildinni með 110 mörk. Þetta er eini markadrottningartitillinn sem Mörk vantar en hún hefur orðið markadrottning EM, HM og á Ólympíuleikum.
  • Liðin mættust tvisvar sinnum í keppninni fyrr á keppnistímabilinu og unnu þau sinn leikinn hvort.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -