Japan og Suður Kórea mætast í úrslitaleik á Asíumóti kvenna í handknattleik á sunnudaginn. Mótið hefur staðið yfir undanfarna daga í Seoul í Suður Kóreu, á slóðum keppnissvæðis Ólympíuleikanna árið 1988.
Það að Japan og Suður Kórea mætast í úrslitaleik kemur vart á óvart enda hafa lið þjóðanna verið þau fremstu í handknattleik kvenna í álfunni um langt árabil. Japanska landsliðið vann landslið Írans í morgun í undanúrslitum, 43:19. Suður Kórea lagði Kínverja, 34:16, í hinni viðureign undanúrslita.
Asía á fimm sæti á HM í Danmörku, Noregi og Svíþjóð eftir ár.
Indverjar mæta Kasökum á sunnudaginn í leik um 5. sæti og þar af leiðandi um síðasta farseðilinn á HM. Indland vann Tæland, 37:25, í morun. Kasakstan lagði Usbekistan, 30:28.
Usbekar leik við Tælendinga um 7. sætið á sunnudag.
Landslið Hong Kong lagði Ástrala í morgun í leiknum um 9. sætið, 28:26. Vegna skorts á andstæðingum í Eyjaálfu fengu Ástralir þátttökurétt í Asíukeppninni að þessu sinni.