- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Engan bilbug er að finna

Guðjón Valur Sigurðsson þjálfari þýska handknattleiksliðsins Gummersbach. Mynd/Vfl Gummersbach, Facebook
- Auglýsing -

Íslendingaliðið Gummersbach gefur ekkert eftir í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Fyrir því fengu leikmenn ASV Hamm-Westfalen að finna í kvöld. Eftir að hafa verið marki undir í hálfleiki, 13:12, á tóku lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar öll völd á leikvellinum í síðari hálfleik og unnu öruggan fimm marka sigur, 31:26.


Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk í fimm tilraunum fyrir Gummersbach. Hákon Daði Styrmisson skoraði í tvígang úr þremur tilraunum. Hann var einnig nokkuð harðhentur í vörninni og fékk að súpa seyðið af því í tvígang.


Gummersbach er í efsta sæti deildarinnar með 18 stig að loknum 10 leikjum. Eintacht Hagen, sem vann Tusem Essen í kvöld í Essen, 29:28, er í öðru sæti með 14 stig.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -