- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Engar ofurgreiðslur til sigurliðanna á HM karla

Alþjóða handknattleikssambandið greiðir nærri 30 milljónir í verðalaunafé á HM 2025. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Alþjóða handknattleikssambandið veitir að vanda peningaverðlaun til þriggja efstu landsliðanna á heimsmeistaramótinu handknattleik karla sem hefst í Danmörku, Króatíu og Noregi á morgun. Alls verða greiddir 200.000 dollarar sem skiptast á milli þriggja efstu liðanna. Verða það að teljast afar hóflegar greiðslur sé tekið mið af ýmsum öðrum íþróttagreinum.


Heimsmeistararnir sem verða krýndir í Ósló 2. febrúar fá að launum 100.000 dollara, um 14,5 milljónir króna. Silfurliðið hlýtur 60.000 dollara, Jafnvirði 8,7 milljóna króna. Auk bronsverðlauna fær liðið í þriðja sæti 40.000 dollara sem eru um 5,8 milljónir kr.

Verðlaunafé hefur verið óbreytt um árabil en er það sama á HM karla og kvenna, eftir því sem næst verður komist. Það nær þó aðeins upp í hluta þess kostnaðar sem hvert landslið hefur af undirbúningi og þátttöku á heimsmesitaramótinu.

Greiða tryggingar

Auk peningaverðlauna sér IHF um að greiða tryggingar fyrir alla leikmenn sem taka þátt í mótinu. Tryggingarnar eiga að standa straum að kostnaði sem félög leikmanna hafa ef þeir meiðast og verða frá keppni um lengri eða skemmri tíma.

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur greitt félögum leikmanna þóknun þegar þeir taka þátt í lokakeppni EM, þátttökugreiðslum eða afnotaréttur. Var þessum greiðslum sem greiddar eru fyrir hvern þátttakanda komið á fyrir rúmlega áratug. Ekki er handbolta.is ljós hvort IHF greiði einnig fyrir afnotarétt af leikmönnum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -