Valsmenn voru ekki lengi að ná úr sér ferðaþreytunni eftir leikinn og ferðlagið til og frá Rúmeníu um og eftir síðustu helgi. Alltént virtist svo vera þegar þeir tóku Aftureldingu í kennslustund í N1-höllinni á Hlíðarenda í kvöld og unnu með 14 marka mun, 39:25. Úrslitin voru nánast ráðin eftir fyrri hálfleik í stöðunni 21:12. Eftir 40 mínútna leik var forskot Vals orðið 14 mörk, 26:12, og Mosfellingar nánast búnir að henda handklæðinu inn í hringinn.
Staðan er þar með jöfn, hvort lið hefur einn vinning. Næsti leikur verður að Varmá á sunnudaginn klukkan 18.
Olís karla: Leikjadagskrá, úrslitakeppni
Ljóst er að þessi staða í einvíginu verður til þess að mótanefnd HSÍ verður að endurskipulegga leikjdagskrána. Leikir einvígisins verða a.m.k. fjórir og víst að fjórði leikurinn getur aldrei farið fram nánast ofan í fyrri úrslitaleik Vals og Olympiacos í Evrópubikarkeppninni eins og nú stefnir í.
Valsmenn byrjuðu leikinn af miklum krafti. Þeir léku góða vörn með Björgvin Pál Gústavsson markvörð í þrumustuði. Hraðaupphlaupin voru nýtt og Mosfellingar misstu andstæðinga sína fljótlega framúr sér og sáu þá vart eftir það.
Mörk Vals: Benedikt Gunnar Óskarsson 9/1, Magnús Óli Magnússon 8, Allan Norðberg 5, Tjörvi Týr Gíslason 5, Ísak Gústafsson 4, Alexander Peterson 3, Andri Finnsson 2, Bergur Elí Rúnarsson 1, Vignir Stefánsson 1, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 20, 51,3% – Stefán Pétursson 1, 14,3%.
Mörk Aftureldingar: Birkir Benediktsson 5, Andri Þór Helgason 4, Árni Bragi Eyjólfsson 3, Þorsteinn Leó Gunnarsson 3, Bergvin Þór Gíslason 2, Blær Hinriksson 2, Ihor Kopyshynskyi 2, Jakob Aronsson 1, Birgir Steinn Jónsson 1, Stefán Magni Hjartarson 1, Gísli Rúnar Jóhannsson 1.
Varin skot: Brynjar Vignir Sigurjónsson 5, 19,2% – Jovan Kukobat 3, 14,3%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Olís karla: Leikjadagskrá, úrslitakeppni