- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Enginn Íslendingur verður í Meistaradeild kvenna

Axel Stefánsson t.h. er annar þjálfara Storhamar í Noregi. Mynd/Storhamar Håndball Elite
- Auglýsing -


Enginn Íslendingur verður þátttakandi í Meistaradeild kvenna í handknattleik á næstu leiktíð. Norska liðinu Storhamar, sem var í keppninn á síðustu leiktíð, var neitað um boðskort í deildina.

Axel Stefánsson er annar þjálfara Storhamar. Öðru norsku liði var synjað um sæti í deildinni en Sola sendi inn ósk um þátttöku en beiðnin hlaut ekki hljómgrunn. Evrópumeistarar síðustu þriggja ára, Vipers Kristiansand, verður eini fulltrúi Noregs í Meistaradeild kvenna á næsta vetri. Hinsvegar verða þrjú ungversk lið í deildinni og tvö dönsk.

Liðin sem fengu boðskort í Meistaradeild kvenna: Ikast Håndbold, Brest Bretagne, DVSC Schaeffler, FTC, Zaglebie Lubin, CS Rapid Búkarest og IK Sävehof.

Liðin tíu sem taka sæti í gegnum landskvóta: Odense Håndbold, Team Esbjerg, Metz Handball, SG BBM Bietigheim, Györi Audi ETO KC, WHC Buducnost, Vipers Kristiansand, CSM Bucuresti og Krim Mercator.

Þessum liðum var synjað um boðskort: Lokomotiva Zagreb, Neptunes de Nantes, Sola HK, Storhamar Handball Elite, Kastamonu Belediyesi GSK. Liðunum stendur til boða sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Dregið verður í riðla 27. júní.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -