Tékkneska landsliðið átti ekki í teljandi erfiðleikum með landslið Ísraelsmenna í viðureign liðanna í 3. riðli undankeppni Evrópumóts karla í handknattleik í Tel Aviv, lokatölur, 29:19. Liðin eru með íslenska og eistlenska landsliðinu í riðli.
Tékkar, sem unnu Eistlendinga á miðvikudagskvöld á sama tíma og Ísraelsmenn töpuðu stórt á Ásvöllum, voru með yfirhöndina frá upphafi til enda í dag. þeir voru með sex marka forskot í hálfleik, 16:10. Miklu máli skipti að Tomas Mrkva markvörður var í ham í markinu. Hann gerði Ísraelsmönnum gramt í geði hvað eftir annað og lauk leiknum með 41% hlutfallsmarkvörslu.
Jakub Hrstka og Matej Klima voru markahæstir í tékkneska liðinu með sex mörk hvor. Yoav Lumbroso var atkvæðamestur í ísraelska liðinu með sex mörk.
Staðan:
Ísland | 2 | 2 | 0 | 0 | 73 – 46 | 4 |
Tékkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 60 – 42 | 4 |
Eistland | 2 | 0 | 0 | 2 | 48 – 68 | 0 |
Ísrael | 2 | 0 | 0 | 2 | 40 – 65 | 0 |
Næstu leikir:
8. mars: Eistland – Ísrael.
8. mars: Tékkland – Ísland.
11. mars: Ísrael – Eistland.
12. mars: Ísland – Tékkland.
26. apríl: Ísrael – Ísland.
26. apríl: Eistland – Tékkland.
30. apríl: Ísland – Eistland.
30. apríl: Tékkland – Ísrael.
- Auglýsing -