- Auglýsing -
- Auglýsing -

Enginn í bann en mál háværs gæslumanns til skoðunar

KA/Þór og HK eiga að mætast í Kórnum í kvöld í Olísdeild kvenna. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Mál fjögurra handknattleiksmanna var tekið fyrir á síðasta fundi aganefndar Handknattleikssambands Íslands í kjölfar þess að allir fengu þeir útilokun í leikjum með liðum sínum á síðustu dögum. Allir sluppu þeir við leikbann.
Einnig var tekið fyrir mál vegna þess að einn gæslumanna í leik KA/Þórs og HK í Olísdeild kvenna hafði uppi „hávær mótmæli gagnvart dómurum leiks“ eins og segir í skýrslu dómara leiksins og aganefnd vitnar til, eins og sjá má hér að neðan. Gæslumanninum háværa var vísað út úr húsinu. Aganefnd hefur atvikið enn til skoðunar og hefur leitað umsagnar hjá KA/Þór vegna málsins áður en því verður lokað.


Berglind Þorsteinsdóttir leikmaður HK hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Hauka og HK í Olísdeild kvenna þann 23.1.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.


Albert Garðar Þráinsson leikmaður Vængja Júpíters hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Selfoss U og Vængja Júpíters í Grill66 deild karla þann 22.1.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

Hekla Rún Ámundadóttir leikmaður Hauka hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Hauka og HK í Olísdeild kvenna þann 23.1.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

Stefán Darri Þórsson leikmaður Fram hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik ÍBV og Fram í Olís deild karla þann 18.1.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

  • Í skýrslu dómara eftir leik KA/Þórs og HK í Olís deild kvenna þann 19.1.2021. kemur fram að gæslumaður leiks hafi haft uppi hávær mótmæli gagnvart dómurum leiks sem hafði þær afleiðingar að umræddum aðila hafi verið vísað úr húsi. Aganefnd telur að af lýsingum að dæma kunni að vera um að ræða atvik er heyri undir 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál. Með vísan til 4. mgr. 17. gr. reglugerðarinnar mun aganefnd leita umsagnar KA/Þór áður en úrskurðað verður í málinu. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -