- Auglýsing -
- Auglýsing -

Enn ríkir óvissa um annan leikinn gegn Ísraelsmönnum

Ekkert verður af vináttuleikjum við Litáen hér á landi á föstudag og sunnudag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Enn er á huldu hvenær landsleikur Íslands og Ísraels í undankeppni Evrópumóts karla sem fram á að fara í Ísrael verður settur á dagskrá. Eftir því sem næst verður komist hefur Handknattleikssamband Evrópu, EHF, ekki enn höggvið á hnútinn. Til stóð að þjóðirnar leiddu saman hesta sína í mars en þá varð að slá leiknum á frest sökum þess að ekki var hægt að ferðast til Ísrael. Upphaflega stóð til að leikurinn færi fram í nóvember en var þá ekki viðkomið.


Íslenska landsliðið á þrjá leiki eftir í undankeppninni gegn Litháen í Vilnius 29. apríl og 2. maí á móti landsliði Ísraels hér á landi. Fyrri viðureignin stendur hinsvegar út af borðinu og alls eiga Ísraelsmenn óleiknar fjórar viðureignir í undankeppni EM, heimaleiki gegn Litháen, Portúgal auk viðureigna við Íslendinga heima og að heiman. Vandséð er hvernig þessum fjórum leikjum verður komið fyrir í síðustu landsleikjaviku undankeppninnar sem á að hefjast 26. apríl og ljúka 2. maí.


Það eina sem hefur heyrst frá EHF vegna þeirra leikja sem eftir eru í undankeppninni er að ekki komi til greina að bæta við leikdögum í júní, svo dæmi sé tekið. Niðurstaða á að liggja fyrir í öllum riðlum undankeppninnar að kvöldi sunnudagsins 2. maí. Ákveðið hefur verið á að draga í riðla fyrir lokakeppni EM í Búdapest fimmtudaginn 6. maí.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -