- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ennþá er möguleiki á verðlaunum

Magnús Ingi Stefánsson markvarðaþjálfari og Patrekur Jóhannesson þjálfari fylgjast með upphitun í dag fyrir leikinn við Dani á EM. Ljósmynd/MKJ
- Auglýsing -

„Við ætluðum okkur svo sannarlega meira í leiknum en því miður þá náðum við aldrei að spila þá vörn sem við höfum leikið lengst af í mótinu og vera með þá stemningu sem hefur fylgt okkur til þessa,“ sagði Patrekur Jóhannesson annar þjálfara U18 ára landsliðs karla í handknattleik í samtali við handbolta.is eftir átta marka tap íslenska landsliðsins, 34:26, fyrir því danska í undanúrslitum á Evrópumóti 18 ára karlalandsliða í Podgorica í Svartfjallalandi í dag.

Náðum ekki stoppunum

„Okkur tókst ekki að ná þeim stoppum í vörninni sem við höfum verið að ná í leikjunum fram til þessa,“ sagði Patrekur ennfremur og benti á að varnarleikur liðsins hafa batnað mikið síðan hann og Heimir Ríkarðsson tóku við hópnum í nóvember á síðasta ári. Í leiknum við Dani hafi orðið undantekning á.

Það var svekkelsið

„Planið okkar var að vera fastir fyrir en því miður varð það ekki raunin og Danir þurftu ekki að hafa mikið fyrir sínum sóknarleik í fyrri hálfleik. Það var svekkelsið,“ sagði Paterkur en staðan var 18:9 Dönum í hag eftir fyrri hálfleik.

Betri síðari hálfleikur

„Ef maður á benda á eitthvað jákvætt við leikinn í heild þá var það að menn sýndu mikið betri frammistöðu síðari hálfleik. Munurinn var hinsvegar alltof mikill til þess að Danir misstu forskot sitt niður,“ sagði Patrekur.

Enn er möguleiki á verðlaunum

Íslenska landsliðið leikur um bronsverðlaunin á sunnudaginn. Ekki á að dvelja of lengi við vonbrigðin vegna þess að ennþá er möguleiki að vinna til verðlauna og gera það besta úr stöðunni. „Það er ennþá möguleiki á verðlaunum og við ætlum okkur að nýta það,“ sagði Patrekur og bætti við.

Flottir strákar

„Ég er hriklega ánægður með þennan hóp, þetta eru flottir strákar. Það eru hreinlega forréttindi fyrir mig að vera í þjálfarateymi þeirra. Þess vegna var ég undrandi á hversu slappir við vorum í dag eftir frábæra leiki gegn Svíum og að stórum hlutatil á móti Spánverjum og Norðmönnum,“ sagði Patrekur Jóhannesson annar þjálfara U18 ára landsliðs karla í samtali við handbolta.is siðdegis.

Yngri landslið.

Ísland leikur um bronsið á EM – Danir reyndust of sterkir

EMU18 karla: Leikir, úrslit og staðan, milliriðlar og sætisleikir

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -