- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eplið er rosalega súrt

Halldór Örn Tryggvason, þjálfari Þórs á hliðarlínunni í leiknum í Hertzhöllinni. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

„Það er gríðarlega erfitt að sætta sig við það að bíta í súra eplið, það er rosalega súrt,“ sagði Halldór Örn Tryggvason, þjálfari Þórs í samtali við handbolta.is í dag eftir að Þór tapaði fyrir Gróttu, 27:21, í 20. umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Ljóst er að Þórsliðinu eru allar bjargir bannaðar. Það er fallið í Grill 66-deildina.

„Í raun getum við ekki kennt neinum öðrum um en okkur sjálfum. Við lékum illa í mörgum leikjum. Hvort sem það er leikmönnum að kenna eða mér þá er niðurstaðan vond og mjög erfitt að sætta sig við hana. Allur veturinn hefur verið okkur erfiður frá upphafi til þessa dags. Niðurstaðan er mikil vonbrigði, ekki bara fyrir mig heldur strákana en innan hópsins er margir frábærir ungir og efnilegir leikmenn. Okkur vantaði meiri breidd til að halda okkur í deildinni,“ sagði Halldór Örn og var greinilega miður sín og skal engan undra.

Vonbrigðin leyndu sér ekki meðal leikmanna Þórs eftir tapið. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Stjórnin ákveður framhaldið

Spurður hvort hann reiknaði með að vera áfram þjálfari Þórs sagðist Halldór Örn ekki getað svarað því á þessum tímapunkti. „Ég hef ekki hugmynd um það. Kannski er kominn tími til þess að strákarnir fái annan þjálfara. Það er stjórnar deildarinnar að ákveða það,“ sagði Halldór Örn Tryggvason, þjálfari Þórs í samtali við handbolta.is á Seltjarnarnesi í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -