- Auglýsing -
- Auglýsing -

Er á góðum batavegi og mætti til vinnu í dag

Steinunn Björnsdóttir, handknattleikskona ársins 2020 er til allrar hamingju á góðum batavegi. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram og leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik, er á góðum batavegi eftir að hafa fengið þungt högg á vinstra auga í kappleik á laugardaginn og blindast um skeið eins og handbolti.is greindi fyrstur frá á mánudagsmorgun. Talið er fullvíst að hún hafi sloppið við heilahristing sem er mikil mildi.

Steinunn mætti til vinnu í morgun í fyrsta sinn eftir óhappið. Í yfirlýsingu á Facebook-síðu handknattleiksdeildar Fram segist Steinunn vonast til að mæta fljótt aftur á völlinn með liði sínu um leið og hún þakkar fyrir kveðjur víðsvegar að.


Bjartsýni ríkir um að augað hafi ekki borið varanlega skaða af högginu en Steinunn blindaðist um skeið. Þegar handbolti.is talaði við Steinunni á sunnudagskvöld var hún farin að sjá lítillega með auganu en mjög óskýrt.

Steinunn Björnsdóttir mætti til vinnu í dag eftir höggið sem hún fékk í kappleik á síðasta laugdardag. Mynd/Facebooksíða Fram.

Steinunn hefur skiljanlega verið undir ströngu eftirliti lækna eftir slysið en hún var flutt rakleitt á bráðamóttöku af leikvellinum.

Á Facebook-síðu Fram eru skilaboð frá Steinunni til félagsmanna Fram. „Ég er á góðum batavegi og líður vel. Sjónin tekur framförum á hverjum degi og læknarnir segja mér að ég nái fullum bata. Ég verð mætt á parketið von bráðar til að hjálpa liðsfélögum mínum í baráttunni. Takk allir fyrir kveðjurnar síðustu daga þær hafa yljað mér um hjartaræturnar.“

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -