- Auglýsing -
- Auglýsing -

Er bara grautfúl niðurstaða

Janus Daði Smárason vonsvikinn þegar undanúrslitaleikurinn var á enda í dag. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

„Við þurftum að hafa meira fyrir okkar mörgum færum á meðan þeir hittu úr öllum sínum skotum. Í jafnri stöðu á síðustu mínútum varði Landin tvö eða þrjú skot og það skildi liðin að,“ sagði Janus Daði Smárason leikmaður SC Magdeburg í samtali við handbolti.is í Lanxess Arena í Köln í dag eftir að liðið tapaði fyrir Aalborg Håndbold í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla, 28:26.

„Okkur vantaði fleiri hraðaupphlaupsmörk. Við vorum svo oft næstum því búnir að fá hraðaupphlaup. Vantaði herslumun upp á hvað eftir annað. Því miður þá var þetta bara einn af þessu baráttuleikjum þar sem allt er í járnum til loka þegar annað liðið gerir aðeins færri mistök sem verður til þess að það vinnur leikinn. Þetta er bara grautfúl niðurstaða sem maður verður bara að sætta sig við,“ sagði Janus Daði sem skoraði þrjú mörk og var talsvert með í síðari hálfleik og tókst að gera nokkurn usla í vörn Álaborgarliðsins.

Janus Daði leikur á morgun sinn síðasta leik með Magdeburg að lokinni ársdvöl. Hann flytur til Pick Szeged í Ungverjalandi í sumar. Hvort síðasti leikurinn verður gegn Barcelona eða THW Kiel skýrist síðar í dag.

Sjá einnig:

Þeir höfðu góðar lausnir gegn okkur

Álaborgarliðið sterkara í lokin – Evrópumeistarnir leika ekki til úrslita

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -