- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Er óðum að sækja í sig veðrið eftir byltuna

Guðmundur Bragi Ástþórsson gekk til liðs við Bjerringbro/Silkeborg í sumar. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
- Auglýsing -

Handknattleiksmaðurinn Guðmundur Bragi Ástþórsson er óðum að jafna sig í öxlunum eftir harða byltu undir lok viðureignar Hauka og ÍBV í Hafnarfjarðarmótinu í síðustu viku. Um tíma leit út fyrir meiðslin væri mjög alvarleg en sem betur fer reyndist svo ekki vera þótt sannarlega geti þau verið þrátlát.


„Ég er bara fínn. Öxlin er öll að koma til en það mynduðust bólgur í hægri öxlinni,“ sagði Guðmundur Bragi við handbolta.is. Byltan sem Guðmundur hlaut undir lok leiksins við ÍBV í framhaldi að glímu sinni við Kára Kristján Kristjánsson var harkaleg og þótt mikill þungi legðist á vinstri öxlina þá varð sú hægri einnig fyrir hnjaski. Hún var viðkvæm fyrir.

Yfirspenna á hægri öxlina

„Hann [Kári] lenti á vinstri öxlinni sem varð til þess að það kom yfirspenna á hægri öxlina sem var við gólfið,“ sagði Guðmundur Bragi ennfremur en verulegur þyngdar- og styrkleikamunur er á Kára Kristjáni og Guðmundi Braga eins og handknattleiksáhugafólk e.t.v. veit.

Var viðkvæmur fyrir

„Ég var að glíma við eymsli á sama stað í hægri öxlinni meðan úrslitakeppnina stóð yfir í vor. Það gæti hafa haft áhrif á bólgurnar,“ sagði Guðmundur Bragi sem reiknar með að öllu óbreyttu að vera í hópnum hjá Haukum þegar þeir sækja nýliða HK heim í Kórinn í 1. umferð Olísdeildar karla föstudaginn 8. september. Óvíst er hversu skotfastur Guðmundur Bragi verður í fyrstu leikjunum meðan hægri öxlin er að jafna sig en víst er að skotviss getur hann verið að vanda.

Leikjdagskrá Olísdeildar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -