- Auglýsing -
- Auglýsing -

Er ósammála en held áfram að gera mitt besta

Sebastian Alexandersson, þjálfaði Fram á síðasta tímabili. Hann er þjálfari HK. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson.
- Auglýsing -

„Ég er sár og ekki sammála þessari ákvörðun en ætla ekki að eyða miklum tilfinningum í að velta þessu of mikið fyrir mér. Staðreyndin er sú að menn í stjórn Fram líta á eftirmann minn sem sinn besta kost. Nú um stundir eins og fyrir ári síðan. Fyrir ári fengu þeir ekki sinn mann til starfans en nú er hann laus og þá vilja þeir nýta tækifærið. Þeir mega hafa þessa skoðun. Ég má líka vera ósammála þessu um leið og ég held áfram að gera mitt besta,“ sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari karlaliðs Fram í handknattleik í samtali við handbolta.is í dag.


Sebastian var á dögunum tilkynnt að Handknattleiksdeild Fram ætlaði að nýta sér ákvæði í samningi við hann um að slíta samstarfi þeirra eftir leiktíðina. Sebastian skrifaði undir þriggja ára samning við Fram.

„ég hef aldrei verið undir ein lítilli pressu ferlinum eins og núna“


Í stað Sebastians hafa Framarar ákveðið að ráða Einar Jónsson í starf þjálfara meistaraflokks karla frá og með komandi sumri. Spurður hvort hann hafi fengið skýringar á ákvörðun stjórnar Fram að nýta uppsagnar ákvæðið sagði Sebastian bara vera þá að stjórnendir deildarinnar vildu fá sinn óskaþjálfara til starfans.

Vilja grípa gæsina

„Þeir hafa trú á að eftirmaður minn sé rétti maðurinn í starfið og vilja grípa gæsina á meðan hún gefst. Þetta hefur ekkert með mig að gera eða að ég standi mig illa.“


Átta umferðir eru eftir af Olísdeildinni auk úrslitakeppninnar. Fram er sem stendur í áttunda sæti deildarinnar. Spurður hvort það myndi verða erfitt að einbeita sér að verkefninu sem framundan er vitandi að hvernig sem gengi þá sé sæng hans uppreidd í Safamýri.

Ný og skemmtileg áskorun


„Í gríni jafnt sem alvöru má ef til vill segja að ég hafi aldrei verið undir eins lítilli pressu á ferlinum eins og núna. Að öllum gamni slepptu þá verður um nýja og skemmtilega áskorun að ræða. Ég mun ekki kvika frá því að gera jafnvel hér eftir sem hingað til meðan ég þjálfa Framliðið. Það er engin ástæða til annars.

„Mér finnst ég hafa helling fram að færa og tel mig vera það fjölhæfan þjálfara að ég geti þjálfað hvaða sem er“


Hlutverk mitt og minna aðstoðarmanna, sem hafa staðið sig frábærlega, auk leikmanna er að sýna metnað og fagmennsku og ljúka tímabilinu eins vel og kostur er á. Af hverju ættum við að hætta við eitthvað sem gengur vel og við erum ánægðir með og koma félaginu á þann stað þar sem hægt verður að stíga næstu skref.“

Langar að halda áfram

Sebastian hefur verið handknattleiksþjálfari frá árinu 1993, fyrstu árin í yngri flokkum, en síðustu nærri 18 ár í meistaraflokki, jafnt karla sem kvenna. Hann segist hafa metnað og ánægju af þjálfun og langi þess vegna að halda áfram eftir að starfstímanum hjá Fram lýkur.

„hefur ekkert með mig að gera eða að ég standi mig illa“


„Mér finnst ég hafa helling fram að færa og tel mig vera það fjölhæfan þjálfara að ég geti þjálfað hvaða sem er. Ég er vanur að þjálfa bæði kyn, yngri flokka, einstaklingsþjálfun jafnt sem meistaraflokka. Fyrir mér er þetta bara spurning um að fá skemmtilegt og spennandi verkefni. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að ég sé með reynslumeiri þjálfurum landsins um þessar mundir,“ segir Sebastian sem hefur dregið sinn lærdóm af samningagerðinni við Fram.

Slæ fleiri varnagla næst

„Ég verð örugglega grimmari við næstu samningagerð þannig að ég fái lengri tíma til að móta það verkefni sem ég tek mér fyrir hendur. Ég slæ örugglega að minnsta kosti einum varnaglanum fleira hér eftir en hingað til,“ sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari karlaliðs Fram í handknattleik í samtali við handbolta.is í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -