- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Er tilbúinn að bregða mér í allra kvikinda líki

- Auglýsing -

„Ég var bara heima í Esbjerg að versla þegar haft var samband við mig og ég beðinn um að koma til Malmö. Það var ekki erfitt að segja já. Ég fór bara af stað,“ sagði handknattleiksmaðurinn Elvar Ásgeirsson þegar handbolti.is hitti hann að máli á hóteli landsliðsins í miðborg Malmö síðdegis í dag. Elvar kom til liðs við hópinn í gærkvöld.

Var ekki lengi að koma

„Það er ekki lengi farið frá Esbjerg til Kaupmannahafnar og þaðan hingað yfir til Malmö, ekki nema rúmlega þrír tímar,“ sagði Elvar sem býr í Esbjerg og leikur með úrvalsdeildarliðinu Ribe-Esbjerg.

Stórt skarð hoggið í hópinn

„Ég er glaður að vera kominn í hópinn en vissulega er það í skugga þess að stórt skarð var hoggið í hópinn þegar Elvar Örn meiddist. Sem betur fer höfum við stóran og góðan hóp sem getur leyst úr þeirri stöðu sem komin er upp,“ sagði Elvar sem býr sig undir nánast hvað sem er, allt frá því að spila ekkert og upp í það leika talsvert.

„Ég verð að vera klár í hvað sem er; bregða mér í allra kvikinda líki ef því verður að skipta. Það á alveg eftir að koma í ljós hvernig mál þróast hjá okkur. Við sjáum hvernig þetta fer af stað hjá okkur í milliriðlum. Ég er tilbúinn í það hlutverk sem mér er ætlað,“ sagði Elvar sem var með á EM 2022 og HM árið eftir en hefur síðan ekki verið í landsliðinu á stórmóti.

Elvar hefur leikið 21 landsleik, þar af 12 leiki á stórmótum, og skorað 23 mörk.

Hefur tekið þátt í tveimur stórmótum

„Það hjálpar að hafa tekið þátt í stórmótum áður og þekkja strákana. Ég held að það verði ekkert flókið hlutverkið mitt, bara að koma inn og hjálpa liðinu. Ég er í toppstandi. Ég kem beint úr undirbúningstímabili númer tvö hjá okkur handknattleiksmönnum sem ekki hafa verið hjá landsliðum. Ég hef æft mikið og vel með félögum mínum í Ribe-Esbjerg það sem af er janúar,“ sagði Elvar Ásgeirsson í dag.

Næsti leikur íslenska landsliðsins á EM verður gegn Króatíu klukkan 14.30 á morgun, föstudag, í Malmö Arena.

Elvar getur leyst nokkur hlutverk hjá okkur

Elvar kallaður til Malmö – kemur í stað nafna síns

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -