- Auglýsing -
Thea Imani Sturludóttir og samherjar hennar í Århus United féllu í kvöld úr leik í 8-liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar í handknattleik. Árósarliðið tapaði á heimavelli fyrir stórliði Odense Håndbold, 31:17.
Segja má að úrslitin hafi ráðist í fyrri hálfleik þegar svo virtist sem aðeins eitt lið væri á leikvellinum. Odense Håndbold var með 13 marka forskot að honum loknum, 19:6.
Thea Imani skoraði eitt mark í leiknum.
Auk Odense Håndbold, eru NFH Ny, Köbenhavn Håndbold og ríkjandi bikarmeistarar, Herning-Ikast, komin í undanúrslit. Herning-Ikast vann Viborg eftir framlengdan leik í kvöld, 28:27, í Viborg. Köbenhavn Håndbold komst einnig áfram eftir framlengingu í gær í leik við Randers.
- Auglýsing -