- Auglýsing -
Erlingur Richardsson fyrrverandi landsliðsþjálfari Hollands í handknattleik karla fer til Hollands í snemma í ágúst vegna æfinga- og æfingaleikja karlaliðs ÍBV, eftir því fram kemur á handbal inside.nl. Erlingur tók við þjálfun karlaliðs ÍBV í sumar eftir tveggja ára hlé.
Laugardaginn 9. ágúst mætir ÍBV hollenska meistaraliðinu Aalsmeer í De Bloemhof. Daginn eftir verður ÍBV-liðið mætt til Haag í suðurhluta Hollands til viðureignar við Hellas.
Erlingur þekkir afar vel til í hollenskum handknattleik eftir að hafa verið þjálfari karlalandsliðsins frá 2017 til 2022 með framúrskarandi árangri. Þar af leiðandi þykir koma hans með ÍBV-liðið í æfinga- og keppnisferð til Hollands sæta tíðindum.
- Auglýsing -