- Auglýsing -

Erlingur og Hollendingar í góðri stöðu

Erlingur Richardsson landsliðsþjálfari Hollands. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Hollenska landsliðið í handknattleik karla, undir stjórn Eyjamannsins Erlings Richardssonar, stendur vel að vígi eftir frábæran þriggja marka sigur á portúgalska landsliðinu, 33:30, í fyrri viðureign liðanna í umspili um HM sæti í kvöld. Leikurinn fór fram í Portimao í Portúgal.


Hollendingar eru þar með í góðri stöðu fyrir síðari leikinn sem fram fer í Eindhoven á sunnudaginn.

Til fróðleiks má geta þess að Hollendingar hafa aðeins einu sinni tekið þátt í lokakeppni HM í handknattleik karla og það var árið 1961 í Vestur-Þýskalandi.


Í hálfleik voru lærisveinar Erlings með eins marks forskot, 17:16. Þeir stóðust pressuna undir lokin eftir að portúgalska liðið jafnaði metin, 30:30, þegar tæplega fimm mínútur voru til leiksloka. Varnarleikurinn var afar vel útfærður auk þess sem markvörðurinn Bart Ravensberger varði mikilvæg skot.


Með þessum öfluga sigri undirstrikar hollenska liðið að árangur á Evrópumótinu í Ungverjalandi í janúar var engin tilviljun.


Örvhenta stórskyttan Kay Smits skoraði 10 mörk í leiknum og Dani Baijens var næstur með sjö mörk. Victor Alvarez skoraði átta mörk fyrir portúgalska liðið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -