- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eru í elítuhópi sex til sjö bestu landsliða heims

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


„Við þurfum að ná fram okkar besta leik á öllum sviðum,“ segir Arnar Pétursson landsliðsþjálfari um fyrsta andstæðing íslenska landsliðsins, Holland, á Evrópumótinu í handknattleik. Viðureignin fer fram í dag og hefst klukkan 17 í Ólympíuhöllinni í Innsbruck.

Lykill að toppleik

„Hollenska liðið hleypur mjög mikið og er ofboðslega grimmt í fyrstu og annarri bylgju. Við verðum að skila okkur heim í vörnina og standast þessar fyrstu árasir. Það skiptir gríðarlega miklu máli. Svo er það klassíska. Við þurfum að standa góða vörn og fá markvörslu auk þess að sýna hugrekki í öllum okkar aðgerðum ásamt því að vera skynsamar með boltann. Það er lykillinn að því ná toppleik gegn Hollendingum,“ segir Arnar sem hefur ásamt samstafsfólki sínu legið yfir nýlegum upptökum af leik hollenska landsliðsins.

Fimmta sæti á ÓL

Hollendingar höfnuðu í fimmta sæti í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í sumar og því ljóst að afar öflugt lið er að ræða. Nánast verður um sama lið að ræða hjá Hollendingum í leiknum í dag þó með tveimur breytingum. Estavana Polman og Laura van der Heijden voru ekki valdar í EM-hópinn hjá Svíanum Henrik Signell sem tók við þjálfun hollenska landsliðsins í haust.

Arnar segir að þjálfaraskiptin hafi litlu breytt í leik hollenska landsliðsins þótt einhverjar áherslubreytingar hafi vafalaust orðið.

„Hollendingar eru í elítuhópi sex til sjö bestu liða heims svo það er ljóst að um verðugt verkefni verður að ræða hjá okkur,“ segir Arnar ennfremur.

Lengra myndskeiðsviðtal við Arnar er að finna í þessari grein.

A-landslið kvenna – fréttasíða.

Leikir Íslands í F-riðli EM kvenna 2024:
29. nóvember: Ísland - Holland, kl. 17.
1. desember: Ísland - Úkraína, kl. 19.30.
3. desember: Ísland - Þýskaland, kl. 19.30.

Sjá einnig: EM kvenna ”24 – leikjadagskrá, riðlakeppni

Landslið Íslands á EM kvenna 2024

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -