- Auglýsing -
- Auglýsing -

Erum að færast nær takmarkinu

Sunna Jónsdóttir fyrirliði landsliðsins var með á EM 2010 þegar Ísland var með í fyrsta sinn. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Ég er stolt og glöð með þennan árangur hjá okkur,“ sagði hin þrautreynda landsliðskona Sunna Jónsdóttir í samtali við handbolta.is eftir að landsliðið vann ísraelska landsliðið öðru sinni á tveimur dögum í forkeppni HM í handknattleik kvenna á Ásvöllum og tryggði sér þar með keppnisrétt í umspili um HM-sæti sem fram fer í apríl.


„Fyrirfram hefði ég alltaf þegið sjö og átta marka sigur í þessum leikjum tveimur. Sannarlega má alltaf bæta eitt og annað í leik okkar en mín skoðun er sú að við erum jafnt og þétt að verða betri og breiddin í hópnum að aukast,“ sagði Sunna ennfremur.

Góðar vikur að baki

„Við höfum átt góðar tvær vikur saman upp á síðkastið. Þess utan þá voru við saman við æfingar í viku í haust. Að baki eru margra góðar æfingar auk fjögurra leikja á síðustu vikum. Við höfum lagt ýmislegt inn og einbeitt okkur að okkur sjálfum.


Þess utan hafa nokkrir ótrúlega flottir leikmenn bæst í hópinn. Framtíðin er björt að mínu mati. Við verðum bara að sýna þolinmæði. Uppbygging á sér ekki stað á skömmum tíma heldur jafnt og þétt. Við erum alltaf að færast nær takmarkinu,“ sagði Sunna Jónsdóttir landsliðskona í samtali við handbolta.is á Ásvöllum í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -