- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Erum einfaldlega í betra formi“

Hildigunnur Einarsdóttir leikmaður Bayer Leverkusen. Mynd/TSV Bayer Leverkusen
- Auglýsing -

Bayer Leverkusen rauk upp í sjöunda sæti þýsku 1.deildarinnar í handknattleik kvenna í dag með stórsigri á Bad Wildungen Vipers á heimavelli, 33:18. Fimm mörkum munaði á liðunum, 17:12, að loknum fyrri hálfleik en þau voru jöfn að stigum fyrir viðureignina í dag. Leverkusen hefur sex stig að loknum fimm leikjum og á leik til góða á flest liðin fyrir ofan.

„Við vorum með algjöra yfirburði í seinni hálfleik. Þá kom skýrt fram að við erum einfaldlega í betra formi en þær þannig við náðum að keyra yfir þær,“ sagði Hildigunnur Einarsdóttir, leikmaður Leverkusen við handbolta.is eftir leikinn. Hún skoraði þrjú mörk í fjórum skotum af línunni og var einnig aðsópsmikil í vörninni.

„Leikmenn Bad Wildungen fóru í fjórir tveir vörn í lok fyrri hálfleiks. Það tók okkur tíma að laga okkur að breytingunum en mörk okkar komu mikið úr fyrstu og annarri bylgju eftir frábæra vörn og markvörslu,“ sagði Hildigunnur en markverðir Leverkusen, Kristina Graovac og Vanessa Fehr voru mjög góðar, ekk síst sú síðarnefnda sem varði 10 skot og var með ríflega 70% hlutfallsmarkvörslu á þeim ríflega 20 mínútum sem hún var inni á leikvellinum.

Þetta var annar sigur Leverkusen í vikunni en á miðvikudagskvöld vann Leverkusen lið Metzingen á útivelli.

Næsta leikur Leverkusen á útivelli gegn Thüringer á næsta föstudag. Thüringer er í öðru sæti deildarinnar með 11 stig eftir sex leiki.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -