- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Erum ekki að reisa okkur hurðarás um öxl

Aron Pálmarsson og Sigursteinn Arndal þjálfari karlaliðs FH. Aron gengur til liðs við FH í sumar. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

„Eins og flestir vita þá er handknattleiksdeild FH rekin af mikilli ábyrgð. Koma Arons Pálmarssonar breytir engu í þeim efnum. Við erum ekki að reisa okkur hurðarás um öxl,“ sagði Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH á fundi með stuðningsmönnum og fjölmiðlum í Kaplakrika í kvöld þegar hann svaraði spurningu hvernig það væri fjárhagslega mögulegt fyrir FH að semja við einn besta handknattleiksmann heims, Aron Pálmarsson, eins og deildin hefur gert.

Kemur ekki peninganna vegna

„Það er stór hópur sem kemur að þess verkefni og lætur það ganga upp að Aron geti orði leikmaður FH. Ég held að öllum eigi að vera alveg ljóst að Aron er ekki að koma í FH peninganna vegna. Hann kemur til félagsins af því að hann vill leika með FH þegar hann flytur til Íslands. Hingað er hann kominn og til hamingju með það FH-ingar.

Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH fagnaði Aroni Pálmarssyni innilega við komuna í Kaplakrika í kvöld. Mynd/J.L.Long


Aron hafði frumkvæði af því að hafa samband við okkur eftir að hann hafði tekið þá persónulegu ákvörðun að flytja heim. Hans hugur stefndi ekkert annað en í FH,“ sagði Ásgeir og uppskar dynjandi lófaklapp frá fjölmörgum FHingum sem gáfu sér tóm frá jólaundirbúningi til að meðtaka tíðindin í eigin persónu og fagna komu Arons til FH frá og með næsta sumri.

Aron í keppnispeysu FH sem hann klæðist ekki aftur fyrr en á næsta keppnistímabili. Mynd/J.L.Long

Styrkur innan vallar sem utan

„Það er augljóst að koma Arons verður mikil lyftistöng fyrir félagið og þá á ég við allt félagið, ekki bara handknattleiksdeildina. Aron verður mikill styrkur innan vallar en ég held að fólki sé einnig ljóst hvað hann verður mikill styrkur fyrir félagið utan vallar og allt starfið að fá mann eins og Aron til liðs við okkur.“

Getur vart ímyndað sér áhrifin

„Bara að sjá að Aron verði hér í Kaplakrika á hverjum degi fyrir framan augun á okkar unga og efnilega íþróttafólki mun hafa mikil og jákvæð áhrif. Það er eitthvað sem maður getur vart ímyndað sér á þessari stundu, svo stórt er það. Ég veit að Aron er ekki bara að kom heim til þess að spila heldur er hann einnig að koma til þess að gefa af sér til FH og samfélagsins í Hafnarfirði. Þetta er risastórt dæmi og ég er svakalega stoltur að vera þátttakandi í því,“ sagði Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH á fundi í Kaplakrika í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -