„Eftirvæntingin og spennan vex með hverjum deginum. Við erum komnir á leikstað og búnir að koma okkur fyrir, vonandi til langrar dvalar. Maður er bara spenntur,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik í samtali við handbolta.is í Zagreb í gær. Hafnfirðingurinn er að hefja þátttöku á fjórða heimsmeistaramótinu í röð.
Gísli Þorgeir segir margan lærdóm megi draga af vináttuleikjunum við Svía á dögunum, bæði jákvæð og neikvæð atriði. „Stemningin er bara góð. Ég er bara jákvæður enda þýðir ekki að fara með öðru hugarfari inn í þetta mót,“ segir Gísli Þorgeir hress að vanda.
„Við ætlum okkur langt. Við erum ekki mættir hingað til þess að tapa öllum leikjum. Við förum í alla leiki af fullum krafti og spila góðan handbolta á öllum sviðum leiksins. Þá kemur í ljós hvað gerist,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson.
Lengra myndskeiðsviðtal við Gísla Þorgeir er að finna hér rétt fyrir ofan.
A-landslið karla – fréttasíða.
HM “25: Leikjdagskrá, úrslit, staðan