- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Erum vonandi reynslunni ríkari – Melsungen mætir á Hlíðarenda

Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


„Vonandi erum við reynslunni ríkari. Okkar mottó í þessu er að reyna að vera betri með hverjum leiknum sem líður. Við vorum að minnsta kosti ekki ánægðir með frammistöðu okkar í síðasta leik, hvar sem var á vellinum,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals sem mætir þýska liðinu MT Melsungen í annað sinn á viku í kvöld í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik karla. Flautað verður til leiks á Hlíðarenda klukkan 19.45.

Í efsta sæti í Þýskalandi

MT Melsungen sem er í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar um þessar mundir með 14 stig eftir átta leiki vann Val fyrir viku með 15 marka mun, 36:21, í Kassel í Þýskaland.

„Við skuldum betri frammistöðu og heilt yfir mikið betri leik en úti fyrir viku. Það er klárt mál,“ sagði Óskar Bjarni ennfremur þegar handbolti.is heyrði honum vegna leiksins í kvöld.

Valur mætir Melsungen – kynningarmyndband

Tveir Íslendingar

Tveir íslenskir handknattleiksmenn leika með MT Melsungen, Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson. Óskar segir Melsungenliðið vera sterkt og skemmtilegt lið.

„Leikmennn eru vel skólaðir. Þeir gera allt vel eins og lögð er áhersla á í Þýskalandi. Það er spenna og eftirvænting hjá okkur að takast á við þýska liðið,“ sagði Óskar Bjarni og bætti við að kærkomið væri að leika Evrópuleik í N1-höllinni þar sem leikmenn Vals og stuðningsmenn kunna best við sig.

Þessir stuðningsmenn Vals láta sig ekki vanta á leikinn við Melsungen í kvöld. Ljósmynd/Halfliði Breiðfjörð

„Þótt samstarfsverkefni Vals og FH hafi verið stórkostlegt og tekist mjög vel þá er alltaf gott að spila heima. Því fylgir alltaf önnur tilfinning,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals.
Viðureign Vals og MT Melsungen hefst klukkan 19.45 í kvöld í N1-höllinni á Hlíðarenda.

Eftir umferðina í Evrópudeildinni í kvöld verður gert hlé fram til 18. nóvember. Valur fær þá RK Vardar í heimsókn.

Nokkrir öflugir leikmenn Melsungen urðu eftir heima

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -