- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eva Björk innsiglaði sigur Stjörnunnar

Eva Björk Davíðsdóttir nýtti reynslu sína í dag og tryggði Stjörnunni sigur. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Eva Björk Davíðsdóttir tryggði Stjörnunni sigur í æsispennandi leik við ÍR í annarri umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í Hekluhöllinni í dag. Hin þrautreynda handknattleikskona skoraði sigurmarkið, 20:19, þegar fimm sekúndur voru til leiksloka. ÍR tók leikhlé í kjölfarið en tókst ekki að nýta þær sekúndur sem eftir voru til þess að jafna metin.

Karen Tinna Demaian jafnaði metin fyrir ÍR, 19:19, þegar um hálf sekúnda var eftir af leiktímanum í mjög spennandi viðureign í Hekluhöllinni þar sem baráttan var e.t.v. meiri en gæðin í leiknum. En hver spyr að því þega tvö stig eru á boðstólum.

Stjarnan hefur þar með unnið inn sín fyrstu stig í deildinni. ÍR-ingar eru að sama skapi án stiga.

ÍR-ingar voru sterkari lengst af fyrri hálfleiks og mest var forskot liðsins þrjú mörk, 10:7, eftir um 20 mínútur. Stjarnan skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og jafnaði metin, 12:12.

Leikmenn voru spakir við markaskorun í síðari hálfleik. Stjarnan náði fljótlega yfirhöndinni og var einu til tveimur mörkum yfir. ÍR komst aldrei yfir. Lokakaflinn var spennandi og síðustu mínúturnar var lítið skorað en þó tvö mörk á síðustu mínútunni.

Mörk Stjörnunnar: Eva Björk Davíðsdóttir 9/3, Embla Steindórsdóttir 3, Anna Karen Hansdóttir 3, Anna Lára Davíðsdóttir 2, Vigdís Arna Hjartardóttir 1, Hanna Guðrún Hauksdóttir 1, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 1.
Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 6, 24%.

Mörk ÍR: Karen Tinna Demian 6, Sara Dögg Hjaltadóttir 4/2, Hanna Karen Ólafsdóttir 4, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 3, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 2.
Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir 8, 44,4% – Hildur Öder Einarsdóttir 2, 18,2% – Ísabella Schöbel Björnsdóttir 0.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -