- Auglýsing -
- Auglýsing -

Evrópuævintýri Arnórs og Álaborgar heldur áfram

Stefan Madsen þjálfari Aalborg fagnar með leikmönnum sínum sigri á PSG í undanúrslitum Meistaradeildar í dag. Arnór Atlason hylur andlit sitt fyrir aftan Madsen. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Danska meistaraliðið Aalborg Håndbold gerir það ekki endasleppt í Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Það leikur til úrslita í keppninni á morgun gegn annað hvort Barcelona eða Nantes. Aalborg vann franska stórliðið PSG, 35:33, í hörkuleik í undanúrslitum í Lanxess-Arena í Köln í dag eftir að hafa verið undir, 15:13, að loknum fyrri hálfleik.


Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgarliðsins sem nú tekur þátt í undanúrslitum Meistaradeildar í fyrsta sinn. PSG hefur hinsvegar verið í undanúrslitum af og til undanfarin ár en aldrei unnið keppnina þrátt fyrir að mikið hafi verið lagt í sölurnar.

Enn eitt árið kemst það lið í úrslit Meistaradeildarinnar sem fæstir eiga von á að nái alla leið.


Álaborgariðið var ívið sterkara á lokakaflanum í síðari hálfleik þar sem varnarleikurinn vék alveg fyrir sóknarleiknum.

Felix Claar reyndist leikmönnum PSG erfiður í dag. Hér sækir hann á Luka Karabatic. Mynd/EPA

Felix Claar átti stórleik fyrir Alaborg Håndbold. Hann skorað átta mörk og átti sex stoðsendingar. René Antonsen, Magnus Saugstrup og Nikolaj Læsö skoruðu fimm mörk hver.


Nedim Remili var markahæstur hjá PSG með sjö mörk. Daninn Mikkel Hansen var næstur með sex mörk.

Barcelona og Nantes mætast í hinum leik undanúrslitanna síðar í dag.

Úrslitaleikurinn fer fram klukkan 16 á morgun.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -