Önnur umferð riðlakeppni Evrópudeildar karla í handknattleik, 32-liða úrslit, fór fram í kvöld. Leikið er í átta riðlum með fjórum liðum í hverjum. Alls fara fram sex umferðir. Tvö efstu lið hvers riðils þegar upp verður staðið að kvöldi 2. desember halda áfram keppni í 16-liða úrslit sem einnig verður leikin í riðlum frá og með febrúar á næsta ári.
Auk Íslandsmeistara Fram taka margir Íslendingar þátt í Evrópudeildinni með félagsliðum sínum. Hér fyrir neðan eru úrslit 2. umferðar, stuttlega farið yfir hvað íslensku handknattleiksmennirnir gerðu með liðum sínum, að leikmönnum Fram undanskildum. Einnig komu dómarar og eftirlitsmaður frá Íslandi við sögu í leikjunum í kvöld.
A-riðill:
Bidasoa Irun – Flensburg-Handewitt 32:33 (17:17).
Saint Raphaël – AHC Potaissa Turda 42:24 (21:11).
B-riðill:
BSV Bern – Montpellier 31:37 (18:21).
THW Kiel – Ostrivia Ostrow 34:21 (16:9).
-Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson dæmdu leikinn.
C-riðill:
CS Minaur Baia Mare – BM Granollers 24:24 (8:11).
Skanderborg – RD LL Grosist Slovan 34:30 (21:14).
-Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði 5 mörk fyrir Skanderborg.
D-riðill:
Fram – Elverum 29:35 (19:19).
-Tryggvi Þórisson skoraði ekki mark fyrir Elverum.
FC Porto – HC Kriens-Luzern 44:31 (22:18).
-Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði 2 mörk fyrir FC Porto.
E-riðill:
HF Karlskrona – MT Melsungen 25:26 (14:18).
-Arnór Viðarsson skoraði 3 mörk fyrir Karlskrona.
-Arnar Freyr Arnarsson skoraði 2 mörk fyrir MT Melsungen.
Benfica – FTC-Green Collect 38:25 (18:16).
-Stiven Tobar Valencia skoraði 3 mörk fyrir Benfica.
F-riðill:
MRK Sesvete – IFK Kristianstad 32:32 (14:15).
-Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði 1 mark fyrir IFK Kristianstad.
Fenix Toulouse – HC Vardar 26:28 (11:18).
G-riðill:
IK Sävehof – Fredericia HK 29:29 (12:14).
-Birgir Steinn Jónsson skoraði 6 mörk fyrir IK Sävehof.
-Reynir Stefánsson var eftirlitsmaður EHF á leiknum.
Hannover-Burgdorf – Tatran Presov 40:28 (22:15).
-Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari H.Burgdorf.
H-riðill:
RK Partizan – Kadetten Schaffhausen 29:26 (15:11).
-Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 6 mörk fyrir Kadetten.
Ademar León – RK Nexe 28:28 (12:13).
Evrópudeild karla “25 – riðlakeppni 32-liða – 1. umferð, úrslit