- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Evrópukvöld á Hlíðarenda eru mjög skemmtileg

Björgvin Páll Gústavsson markvörður Vals og íslenska landsliðsins.
- Auglýsing -

„Svona leikir gefa manni orku frekar en að þeir taki orku frá manni,“ segir Björgvin Páll Gústavsson markvörður Vals sem verður í eldlínunni með samherjum sínum á sunnudaginn þegar þegar Valur mætir rúmenska liðinu Baia Mare í undanúrslitum Evrópubikarkeppni karla í N1-höllinni á Hlíðarenda. Flautað verður til leiks klukkan 19.30. Mikið álag er á leikmönnum Vals sem einnig standa í stórræðum í undanúrslitum Olísdeildar auk Evrópukeppninnar.

Miðasala á Stubb.is – smellið hér.

Mikill hraði

„Baia Mare er með hörkulið og hefur á að skipa mikill breidd. Ofan á allt þá leikur liðið ekkert ósvipaðann leik og við, hraðinn er mikill og mikið skorað,“ segir Björgvin Páll sem telur talsverðan mun vera á liði Baia Mare og Steaua Búkarest sem Valur lagði í átta liða úrslitum.

Valsmenn vonast eftir góðum stuðningi í leiknum enda ekki dagslegt brauð að íslenska félagsliðs eygja möguleika á að leika til úrslita í Evrópukeppni félagsliðs. Síðari leikurinn fer fram í Baia Mare í norðurhluta Rúmeníu annan sunnudag.

Sjá einnig:
Þeir eru góðir og við erum það líka
Andstæðingur Vals: CS Minaur Baia Mare

Geggjuð stemning

„Evrópukvöld á Hlíðarenda eru mjög skemmtileg. Auk leiksins verður umgjörðin frábær með Jóa Pé og Króla, ljóssýningu, veglegu VIP. Það var geggjuð stemning í leiknum við Steaua í átta liða úrslitum í nánast fullu húsi.

Að ná árangri í Evrópukeppninni snýst ekki bara um okkur Valsmenn heldur íslenska handbolta. Það er allt hægt með alvöru gleði og stuðningi eins og verður hér á sunnudaginn,“ segir Björgvin Páll Gústavsson markvörður Vals.

Nánar er rætt við Björgvin Pál í myndskeiðinu efst í fréttinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -