- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Evrópuleikjum ísraelskra félagsliða slegið á frest

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur frestað um óákveðinn tíma þremur rimmum ísraelskra karlaliða í Evrópubikarkeppninni í handknattleik karla sem fram áttu að fara 21. og 22. október. Fyrr í vikunni var tveimur leikjum kvennalandsliðs Ísrael í undankeppni Evópumótsins frestað um ótiltekinn tíma.


Í ljósi ástandsins í Ísrael er ekki hægt að tryggja öryggi fólks í landinu auk þess sem flugferðir á milli Evrópu og Ísrael eru af skornum skammti. Þar á ofan er herskylda í Ísrael og íþróttamenn landsins mega ekki yfirgefa landið nema í undantekningartilfellum. Yfirvöld íþróttamála í Ísrael bönnuðu á dögunum íþróttalandsliðum sínum að yfirgefa landið.

  • Maccabi Rishon Lezion, sem ÍBV lék við í Áskorarendakeppni Evrópu fyrir nokkrum árum, átti að taka á móti RK Sloboda frá Bosníu og leika í tvígang í Tel Aviv 21. og 22. október.
  • Til stóð að Holon Yuvalim HC færi til Karjaa í Finnlandi undir lok næstu viku til tveggja leikja við BK-46.
  • Þriðja viðeignin átti að vera á milli CSA Steaua Búkarest og Hapoel Ashdod HC um aðra helgi í Búkarest.

Algjörlega er óvíst hvort og þá hvenær leikirnir fara fram. Sextán liða úrslit eiga að fara fram í lok nóvember og í byrjun desember.

Heimsókn Kur til Zagreb frestað

Einnig sló EHF á frest viðureign króatíska liðsins MRK Sesvete og Kur frá Aserbaísjan sem hafði verið ákveðið að léku í Zagreb á morgun.

Í tilkynningu EHF er ekki getið um ástæðu frestunar leiksins né greint frá hvenær til standi að setja hann á dagskrá. Hugsanlega mætast liðin tvisvar helgina 21. og 22. október þegar síðari umferð 32-liða úrslita á að fara fram. Hver veit?

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -