- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Evrópumeistarar fengu á baukinn í Ungverjalandi

Ungverjinn Noemi Hafra leikmaður Györ t.h. reynir að stöðva Ragnhild Valle Dahl leikmann Vipers. Dahl átti stórleik, skoraði 12 mörk en það dugði ekki. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Það voru fjórir leikir á dagskrá í 1. umferðinni í Meistaradeild kvenna í dag. Veislan hófst með leik Dortmund og FTC þar sem að þýska liðið var staðráðið í því að sýna að það eigi heima í deild þeirra bestu. Ungverska liðið byrjaðu leikinn betur og komust í 5-2 forystu eftir sjö mínútna leik en heimaliðið náði að koma til baka. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður þá jöfnuðu þær metin 6-6. Eftir það var jafnt á öllum tölum en gestirnir áttu góðan endasprett í fyrri hálfleik og fóru þó með tveggja marka forystu í hálfleik 14-12.

Skiptur hlutur


FTC var svo með frumkvæðið lengst af í seinni hálfleiknum og allt útlit fyrir að þær væru að ná yfirhöndinni í leiknum en þær þýsku neituðu að gefast upp og jöfnuðu leikinn 24-24 þegar um sex mínútur voru eftir. Dortmund komst einu marki yfir, 25-24, í kjölfarið þegar um þrjár mínútur voru eftir. FTC jafnaði jafn harðan og þegar um 3 sekúndur voru til leiksloka freistaði Emily Bölk þess að skora sigurmarkið fyrir Ungverjana en Yara Ten Holte markvörður Dortmund varði skotið og jafntefli, 25-25, var staðreynd.

Sterkir Rússar

Í Rússlandi áttust við Rostov-Don og Brest þar sem liðin skiptust á að skora í upphafi leiks og var jafnt á öllum tölum fram að miðjum hálfleik. Upp úr því komust þær rússnesku framúr og náðu í fjögurra marka forskot, 12-8, þegar um tíu mínútur voru eftir af hálfleiknum. Gestirnir náðu aðeins að laga stöðuna áður en flautað var til hálfleiks þar sem staðan var 16-13 fyrir Rostov Don.


Rostov Don hafði mikla yfirburði í seinni hálfleik og var á tímabili um algjöra einstefnu að ræða. Rússneska liðið náði mest sex marka forystu, 25-19, þegar um tíu mínútur voru til leiksloka. Það gaf þó töluvert eftir á lokakaflanum og þær frönsku náðu aðeins að minnka muninn en ekki nóg til að krækja í annað stigið.

Basl á Brest


Það er ljóst að það mun taka Brest töluverðan tíma að slípa saman sóknarleikinn sinn með nýjum leikmönnum en liðið er töluvert veikara í sókn heldur en á síðustu leiktíð enda bæði Ana Gros og Isabelle Gullden farnar frá félaginu.

Öruggt hjá Podravka


Podravka tók á móti ungu liði Buducnost á heimavelli sínum í Króatíu þar sem það var snemma ljóst hvort liðið væri sterkara. Heimaliðið náði fljótt góðu forskoti þannig að þegar að blásið var til hálfleiks var það með tíu marka forystu 22-12. Leikmenn Podravka fóru sér aðeins hægar við markaskorun í seinni hálfleiknum en þeir héldu þó gestunum alltaf í hæfilegri fjarlægð og unnu öruggan sigur, 29-22.


Það verður að teljast líklegt að veturinn eigi eftir að vera þungur hjá ungu liðið Buducnost og með svona spilamennsku þá er ljóst að liðið kemst ekki upp úr riðlinum.

Góð byrjun nægði ekki

Stórleikur umferðarinnar fór svo fram í Ungverjalandi þegar að Györ tók á móti ríkjandi Evrópumeisturum Vipers frá Noregi. Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu fjögurra marka forystu, 5-1, eftir fimm mínútna leik. Þá ákvað Ambros Martin þjálfari Györ að taka leikhlé og freista þess að stappa stálinu í sitt lið. Það virtist takast og leikmenn Györ náðu hægt og bítandi að saxa á forskot gestanna. Þegar um 20 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik náði Györ að jafna metin 10-10.


Ungverska liðið átti svo feikilega góðan lokakafla þar sem það skoraði fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni úr 13-13 í 17-13. Þannig var staðan í hálfleik. Eitthvað hefur verið í vatninu hjá heimaliðinu í hálfleik því að það var líkt og allt annað lið kæmi til leiks í þeim síðari. Leikmenn Györ hreinlega yfirspiluðu norska liðið á köflum þannig að þegar um 12 mínútur voru eftir af leiknum var forskotið komið í átta mörk, 30-22. Eftir það lék aldrei vafi á um hvort liðið færi með sigur af hólmi. Norska liðið reyndi hvað það gat til að minnka muninn. Allt kom fyrir ekki.


Fyrstu umferðinni lýkur svo á morgun með fjórum leikjum.


Úrslit dagsins:
Dortmund 25-25 FTC (12-14)

Mörk Dortmund: Alina Grijseels 9, Merel Freriks 4, Amelie Berger 3, Fatos Kucukyilidiz 2, Dana Bleckmann 2, Mia Zschocke 1, Tessa van Zijl 1, Jacqueline Moreno 1, Jennifer Gutierrez 1, Frida Ronning 1.
Varin skot: Yara Ten Holte 8, Madita Kohorst 4.
Mörk FTC: Emily Bölk 6, Antje Angela Malestein 6, Greta Marton 4, Szandra Szöllosi-Zacsik 4, Itana Grbic 2, Alicia Stolle 1, Anett Kovacs 1, Katrin Kljuber 1.
Varin skot: Blanka Bíró 12.

Rostov-Don 26-24 Brest (16-13)
Mörk Rostov: Yaroslava Frolova 6, Grace Zaadi 5, Iuliia Managarova 3, Anna Sen 2, Anna Lagerquist 2, Vladlena Bobrovnikova 2, Edurarda Amorim 2, Polina Kuznetsova 2, Ksenia Makeeva 1, Kristina Kozhokar 1.
Varin skot: Viktoriia Kalinina 5, Anastasiia Lagina 4.
Mörk Brest: Djurdjina Jaukovic 6, Kalidiatou Niakate 5, Pauline Coatanea 4, Pauletta Foppa 3, Alicia Toublanc 2, Helene Fauske 1, Monika Kobylinska 1, Coralie Lassource 1, Sladjana Pop-Lazic 1.
Varin skot: Cleopatre Darleux 12.

Podravka 29-22 Buducnost (22-12)
Mörk Podravka: Larissa Kalaus 6, Dejana Milosavljevic 6, Dziyana Ilyina 5, Dijana Mugosa 3, Ana Turk 2, Bianca Bazaliu 2, Nikolina Zadravec 1, Korina Karlovcan 1, Elena Popovic 1, Bojana Milic 1, Iryna Stelmakh 1.
Varin skot: Yuliya Dumanska 11.
Mörk Buducnost: Valeriia Maslova 8, Tatjana Brnovic 5, Matea Pletikosic 4, Ivana Mitrovic 3, Ivona Pavicevic 2.
Varin skot: Anastasija Babovic 6, Jovana Kadovic 1.

Györ 35-29 Vipers (17-13)
Mörk Györ: Viktoria Lukacs 7, Nadine Schatzl 4, Anne Mette Hansen 4, Stine Bredal Oftedal 4, Elena Pintea 4, Veronica Kristiansen 3, Eun Hee Ryu 2, Csenge Fodor 2, Noemi Hafra 2, Eszter Ogonovszky 1, Silje Solberg 1, Jelena Despotovic 1.
Varin skot: Silje Solberg 13.
Mörk Vipers: Ragnhild Dahl 12, Ana Debelic 4, Jana Knedlikova 4, Nora Mørk 2, Nerea Pena 2, Sunniva Andersen 2, Karine Dahlum 1, Hanna Yttereng 1, Marketa Jerabkova 1.
Varin skot: Andrea Pedersen 7, Katrine Lunde 2.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -