- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Evrópumeistararnir byrja af krafti – Ómar og Janus voru með – myndskeið

Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Magdeburg. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Evrópumeistarar SC Magdeburg hófu keppnistímabilið í þýsku 1. deildinni af miklum krafti í kvöld þegar þeir unnu stórsigur á útivelli gegn HSG Wetzlar, 31:15. Ef leikurinn slær tóninn fyrir tímabilið er ljóst að lið SC Magdeburg verður hrikalega öflugt meðan reikna má með að Wetzlar verði í erfiðleikum eins og á síðasta tímabili þegar liðið slapp naumlega við fall í 2. deild.

Selfyssingarnir skoruðu

Eins og kom fram síðdegis á handbolti.is þá var Ómar Ingi Magnússon í liði SC Magdeburg í leiknum. Hann tók talsvert þátt framan af og skoraði eitt mark úr vítakasti en þrjú skot hans geiguðu, þar af eitt vítakast. Annar Selfyssingur, Janus Daði Smárason, lék sinn fyrsta deildarleik fyrir félagið eftir vistaskiptin í júlí. Janus Daði skoraði eitt mark í tveimur skotum.

Hér er samantekt úr leiknum:

Magdeburg var með fimm marka forskot þegar fyrri hálfleikur var að baki, 13:8. Michael Damgaard var markahæstur hjá Magdeburg með sjö mörk. Philipp Weber var næstur með fjögur mörk. Daniel Pettersson skoraði fimm mörk fyrir Wetzlar og Emil Mellegard fjögur.

Svissneski landsliðsmarkvörðurinn Nikola Portner fór á kostum í marki Magdeburg. Hann varði 14 skot, þar af eitt vítakast, 48%.

Einn leikur fer fram í þýsku 1. deildinni á morgun. Nýliðar Eisenach fá heimsókn í austrið frá leikmönnum Bergischer HC hvar Arnór Þór Gunnarsson er aðstoðarþjálfari.

Tengdar fréttir:

Okkar fólk úti.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -