- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Evrópumolar: Nokkrar staðreyndir fyrir leik Vals og Olympiacos SFP

Ivan Sliskovic leikmaður Olympiavos sækir að Alex Bógnar liðsmanni FTC í fyrri undanúrslitaleik Evrópubikarkeppninnar í síðasta mánuði. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -
 • Gríska liðið Olympiacos SFP mætir Val í fyrri úrslitaleik Evrópubikarkeppninnar í handknattleik á heimavelli Vals við Hlíðarenda klukkan 17 í dag.
 • Síðari viðureignin fer fram í bænum Chalkida 80 km austan við Aþenu laugardaginn 25. maí.
 • Samanlagður sigurvegari í leikjunum tveimur verður Evrópubikarmeistari.
 • Valur hefur leikið 12 leiki í Evrópubikarkeppninni á keppnistímabilinu og unnið hvern einasta.
 • Olympiacos kom inn í keppnina einni umferð síðar en Valur og hefur þar af leiðandi tekið þátt í 10 leikjum. Níu hafa unnist en einu lokið með jafntefli, 28:28, gegn ungverska liðinu FTC í undanúrslitum, fyrri viðureign í Búdapest.
 • Dómarar leiksins í dag verða Pólverjarnir Jakub Jerlecki og Maciej Labun. Eftirlitsmaður verður Svíinn Peter Olsson.
 • Olympiacos hefur þrisvar orðið grískur meistari, síðast 2022. Einnig hefur lið félagsins þrisvar unnið bikarkeppnina í Grikklandi, síðast fyrir ári.
 • Olympiacos tapaði fyri AEK Aþenu í úrslitarimmu um gríska meistaratitilinn vorið 2023.
 • Olympiacos varð deildarmeistari í Grikklandi á dögunum, vann 20 leiki, gerði eitt jafntefli og tapaði einni viðureign. Fyrir dyrum stendur að leika við Drama í undanúrslitum um meistaratitilinn. Fyrri undanúrslitaleikurinn átti að fram á miðvikudaginn en var frestað.
 • Sex leikmenn Olympiacos voru í gríska landsliðinu sem tapaði fyrri hollenska landsliðinu í umspili um sæti á HM karla 2025. Grikkir unnu heimaleikinn 31:27, en töpuðu 31:25 í Eindhoven í Hollandi.
Gríski landsliðsmaðurinn Savvas Savvas lengst til t.v. sækir að vörn ungverska liðsins FTC í öðrum undanúrslitaleik Olympicos og FTC í síðasta mánuði. Ljósmynd/EPA
 • Þekktasti gríski leikmaður Olympiacos er Savvas Savvas. Hann er frá Drama í Grikklandi en gekk til liðs við Olympiacos á síðasta ári að lokinni níu ára veru í Þýskalandi, lengst af með liðum í næst efstu deild. Hann var yfirleitt í hópi markahæstu manna 2. deildar. Savvas er rétthent skytta og leiðist ekki að skjóta á markið.
 • Savvas, sem er 27 ára gamall, lék í fyrsta sinn með gríska landsliðinu hinn 8. mars á síðasta ári gegn Belgíu. Einhverra hluta vegna gaf hann ekki kost á sér fyrr í landsliðið.
 • Meðal annarra leikmanna liðsins er Króatinn Ivan Sliskovic sem á um 60 A-landsleiki og slóvenski línumaðurinn Miha Kavcic. Einnig er annar Króati í liðinu auk Spánverja og Serba.
Željko Babić þjálfari Olympiacos þjálfari króatíska landsliðið í tvö ár og var aðstoðarþjálfari í þrjú ár. Ljósmynd/EPA
 • Þjálfari Olympiacos er Króatinn Željko Babić. Hann tók við þjálfun liðsins í byrjun febrúar. Forveri hans Nikos Gramatikos tók í staðinn að sér starf aðstoðarþjálfara.
 • Željko Babić var m.a. þjálfari króatíska landsliðsins á EM 2016 í Póllandi þegar Króatar unnu bronsverðlaun. Honum var sagt upp innan við sólarhring eftir að króatíska landsliðið tapaði fyrir Slóvenum, 31:30, í bronsleiknum á HM 2017 í Frakklandi.
 • Babić var einnig aðstoðarþjálfari króatíska karlalandsliðsins frá 2010 til 2013. Meðal liða sem Babić hefur þjálfað eru HC Meshkov Brest, Gorenje Velenje og Eurofarm Pelister.
 • Útivallamarkareglan svokallaða var felld niður í kappleikjum á vegum Handknattleikssambands Evrópu fyrir nokkrum árum. Þess vegna verður gripið til vítakeppni verði markatalan jöfn eftir síðari leikinn eftir viku.
 • Úrslit í vítakeppni réði úrslitum í Evrópubikarkeppninni fyrir tveimur árum þegar norska liðið Nærbø IL vann rúmenska liðið CS Minaur Baia Mare.
 • Serbneska meistaraliðið Vojvodina frá Novi Sad vann Evrópubikarkeppnina fyrir ári. Lagði Nærbø IL sem lék annað árið í röð til úrslita. Vojvodina tók þátt í Evrópudeildinni í vetur. Þeirri sömu og Valur var með leiktíðina 2022/2023.
 • Leikur Vals og Olympiacos verður sendur út á RÚV í dag. Sömu sögu er að segja um síðari viðureignina sem fram fer eftir viku. Flautað verður til leiks klukkan 17 í dag.
 • Ennþá er hægt að fá miða á leikinn í dag – miðasala.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -