- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eyjakonur verða að bíta í skjaldarrendur

Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

ÍBV á fyrir höndum erfiðan leik á morgun gegn gríska liðinu OFN Ionias í Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik eftir eins marks tap, 21:20, í fyrri viðureigninni í Vestmannaeyjum í dag. Sóknarleikur ÍBV bilaði í dag, ekki síst í síðari hálfleik þegar liðið skoraði ekki nema sjö mörk, þar af tvö á síðustu tíu mínútunum. Síðari leikurinn fer fram á morgun í Eyjum og hefst klukkan 14.


ÍBV var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 13:11, eftir að Harpa Valey Gylfadóttir skorað tvö mörk á rúmlega 20 sekúndum eftir hraðaupphlaup. Í síðari hálfleik var sóknarleikurinn slakur hjá báðum liðum. Góður lokasprettur leikmanna OFN Ionias tryggði þeim sigurinn en ÍBV var fjórum mörkum yfir, 18:14, þegar tíu mínútur voru til leiksloka.


Viðbúið er að Sigurður Bragason og leikmenn hans rýni vel í stöðuna fyrir síðari viðureignina og bíti í skjaldarrendur því betur má ef duga skal gegn gríska liðinu sem virðist fátt vita betra en að halda hraðanum niðri í leikjum eins og kostur er.


Mörk ÍBV: Harpa Valey Gylfadóttir 5, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 4, Birna Berg Haraldsdóttir 3, Ásta Björt Júlíusdóttir 2, Sunna Jónsdóttir 2, Marija Jovanovic 2, Karolina Olszowa 1, Sara Dröfn Richardsdóttir 1.
Varin skot: Marta Wawrzynkowska 10, 32%.

Mörk Ionias: Natasa Krnic 7, Tatiana Khmyrova 4, Aikaterini Mania 3, Saska Davidovic 2, Styliani Ntimtsoudi 2, Despoina Fragkou 1, Christa-Maria Stougiannidou 1, Nikolina Kepesidou 1.
Varin skot: Magdalini Kepesidou 16, 44%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -