- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eyjamaðurinn er langefstur

Hákon Daði Styrmisson fer til Gummersbach í sumar. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Hákon Daði Styrmisson er markahæsti leikmaður Olísdeildar karla í handknattleik þegar 12 umferðum er lokið af 22. Hákon Daði hefur skorað 91 mark í 12 leikjum, eða 7,5 mörk að jafnaði í leik. Að jafnaði einu marki meira að meðaltali í leik en Orri Freyr Þorkelsson vinstri hornamaður Hauka. Svo vill til að Hákon Daði leikur í sömu stöðu hjá ÍBV og báðir eru þeir drjúgir við að skora úr vítaköstum. Sömu sögu er að segja um vinstri hornamann Þórs á Akureyri, Úkraínumanninn Ihor Kopyshynskyi, sem er í þriðja sæti.

Orri Freyr Þorkelsson, Haukum, er í öðru sæti yfir þá markahæstu í Olísdeildinni. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson.

Neðantaldir leikmenn hafa skorað 40 mörk eða fleiri til þessa í Olísdeildinni á leiktíðinni. Leikjafjöldi er innan sviga.

Ihor Kopyshynskyi, Þór Akureyri. Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net

Hákon Daði Styrmisson, ÍBV, 91 (12).
Orri Freyr Þorkelsson, Haukum, 72 (11).
Ihor Kopyshynskyi, Þór, 70 (12).
Árni Bragi Eyjólfsson, KA, 69 (12).
Ásbjörn Friðriksson, FH, 68 (12).

Tandri Már Konráðsson, Stjörnunni, 64 (12).
Anton Rúnarsson, Val, 58 (11).
Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV, 54 (11).
Andri Þór Helgason, Gróttu, 53 (12).
Birgir Steinn Jónsson, Gróttu, 53 (12).

Magnús Óli Magnússon, Val, 53 (10).
Dagur Arnarsson, ÍBV, 52 (12).
Finnur Ingi Stefánsson, Val, 52 (11).
Áki Egilsnes, KA, 51 (11).
Guðmundur Hólmar Helgason, Selfoss, 51(11).

Hergeir Grímsson, Selfossi, 49 (12).
Vilhelm Poulsen, Fram, 49 (12).
Leó Snær Pétursson, Stjörnunni, 47 (12).
Atli Ævar Ingólfsson, Selfossi, 46 (12).
Sveinn Brynjar Agnarsson, ÍR, 46 (12).

Þorsteinn Leó Gunnarsson, Aftureldingu, 43 (11).
Þorgrímur Smári Ólafsson, Fram, 42 (11).
Einar Rafn Eiðsson, FH, 41 (10).
Leonharð Þorgeir Harðarson, 41 (12).
Ágúst Birgisson, FH, 40 (12).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -