- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eyjamenn hleyptu Stjörnumönnum aldrei upp á dekk

Sigtyggur Daði Rúnarsson og félagar í ÍBV voru öflugir. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

ÍBV fór hressilega af stað í úrslitakeppni Olísdeildar karla í handknattleik þegar liðið vann Stjörnuna afar örugglega í fyrstu viðureign liðanna í átta liða úrslitum, 36:27, í Vestmannaeyjum í kvöld. Liðin mætast öðru sinni í TM-höllinni á sunnudaginn og verður Stjarnan að vinna þá viðureign til þess að falla ekki úr leik. Vinna þarf tvo leiki í átta liða úrslitum.


ÍBV var mikið sterkara liðið frá upphafi til enda í Vestmannaeyjum í kvöld. Segja má að Stjörnumönnum hafi aldrei verið hleypt upp á dekk.

 
Eyjamenn höfðu sex marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 18:12. Stjörnunni tókst aldrei að ógna yfirburðum ÍBV að neinu marki. Minnstu munaði þremur mörkum á kafla þegar í kringum tíu mínútur voru til leiksloka áður en liðsmenn ÍBV stungu af á endasprettinum.


Petar Jovanovic náði sér vel á strik í marki ÍBV og eins var Arnór Viðarsson öflugur við að skora mörkin. Rúnar Kárason lék einstaklega vel. Hann skoraði fimm mörk og skapaði sex marktækifæri. Einnig var hinn ungi Elmar Erlingsson öflugur. Elmar skoraði fjögur mörk og skapaði fimm marktækifæri. Annars var ÍBV afar öflugt og ljóst að ef liðinu tekst að fylgja þessum leik eftir verður það illviðráðanlegt.


Talsverður munur var á varnarleik og markvörslu á milli liðanna að þessu sinni. Björgvin Þór Hólmgeirsson og Gunnar Steinn Jónsson voru þeir sem sköpuðu helst usla í vörn ÍBV.



Mörk ÍBV: Arnór Viðarsson 7, Kári Kristján Kristjánsson 5/1, Sigtryggur Daði Rúnarsson 5/1, Rúnar Kárson 5, Friðrik Hólm Jónsson 4, Elmar Erlingsson 4, Gabríel Martinez Róbertsson 2, Dagur Arnarsson 1, Ásgeir Snær Vignisson 1, Dánjal Ragnarsson 1.
Varin skot:
Petar Jokanovic 16/1, 39%.
Mörk Stjörnunnar: Björgvin Þór Hólmgeirsson 5, Brynjar Hólm Grétarsson 5, Starri Friðriksson 4/1, Hjálmtýr Alfreðsson 3, Gunnar Steinn Jónsson 3, Þórður Tandri Ágústsson 2, Leó Snær Pétursson 2/1, Pétur Árni Hauksson 1, Hafþór Már Vignisson 1, Tandri Már Konráðsson 1.
Varin skot: Adam Thorstensen 6, 33,3% – Arnór Freyr Stefánsson 4, 14,8%.


Tölfræði leiksins er hjá HBStatz.

Leikjadagskrá úrslitakeppni Olísdeildar karla er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -