- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eyjamenn ívið sterkari á endasprettinum

Elmar Erlingsson skoraði 12 mörk í 15 skotum í kvöld. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

ÍBV hafði naumlega betur gegn Haukum í fyrstu viðureign liðanna í átta liða úrslitum Olísdeildar karla í handknattleik í Vestmannaeyjum í kvöld, 33:31. Eyjamenn voru með sex marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 19:13.

Leikmenn Hauka sýndu mikla seiglu í stemningunni í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í kvöld enda flestir hverjir sjóaðir orðnir eftir úrslitaeinvígi liðanna á síðasta vori. Þeir jöfnuðu ítrekað metin þegar á leið á síðari hálfleik. Alltaf náðu leikmenn ÍBV að komast fram úr á nýjan leik allt fram í lokin.

Næsta viðureign liðanna verður á Ásvöllum á sunnudaginn. Flautað verður til leiks klukkan 16.

Elmar Erlingsson og Petar Jokanovic voru frábærir hjá ÍBV-liðinu. Elmar skoraði 12 mörk í 15 skotum auk sex skapaðra marktækifæra. Jokanovic reið baggamuninn með markvörslu sinni, alls 19 skot.

Ólafur Ægir Ólafsson var frábær í liði Hauka. Skoraði 10 mörk auk sex skapaðra marktækifæra. Ekki var Guðmundur Bragi Ástþórsson síðri með sjö mörk og tíu sköpuð færi.

Mörk ÍBV: Elmar Erlingsson 12/4, Kári Kristján Kristjánsson 7, Daniel Esteves Vieira 3, Dagur Arnarsson 3, Gauti Gunnarsson 3, Arnór Viðarsson 2, Nökkvi Snær Óðinsson 1, Ísak Rafnsson 1, Andrés Marel Sigurðsson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 19, 45,2% – Pavel Miskevich 2/1, 20%.

Mörk Hauka: Ólafur Ægir Ólafsson 10, Guðmundur Bragi Ástþórsson 7/3, Stefán Rafn Sigurmannsson 4, Össur Haraldsson 4, Kristófer Máni Jónasson 3, Adam Haukur Baumruk 2, Tjörvi Þorgeirsson 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 13, 35,1% – Aron Rafn Eðvarðsson 1/1, 33,3%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Sjá einnig:
Umspil Olís kvenna: leikjadagskrá og úrslit
Umspil Olís karla: leikjadagskrá og úrslit
Olís kvenna: Úrslitakeppni, leikjadagskrá
Olís karla: Leikjadagskrá, úrslitakeppni

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -