- Auglýsing -

Eyjamenn létu mörkunum rigna í síðari hálfleik gegn hollensku meisturnum

- Auglýsing -


Karlalið ÍBV í handknattleik lagði hollensku meistarana Aalsmeer, 36:31, í fyrri leik sínum í æfinga- og keppnisferð til Hollands í gær. Leikið var í smábænum De Bloemhof. Eyjamenn áttu undir högg að sækja í fyrri hálfleik og voru fjórum mörkum undir að honum loknum, 12:8. Þeir sneru vörn í sókn í síðari hálfleik með miklu markaregni.


„Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá marga unga leikmenn stíga sín fyrstu skref með meistaraflokknum – og þeir stóðu sig gríðarlega vel,” segir í tilkynningu á Facebook-síðu ÍBV-handbolti.

Tveir af efnilegri leikmönnum ÍBV, Andri Erlingsson og Elís Þór Aðalsteinsson eru þessa dagana með 19 ára landsliðinu á HM í Egyptalandi.

Í dag halda leikmenn ÍBV til Den Haag og mæta borgarliðinu, Hellas.

Mörk ÍBV: Dagur Arnarsson 6, Ívar Bessi Viðarsson 5, Sigtryggur Daði Rúnarsson, Anton Frans Sigurðsson 5, Kristófer Ísak Bárðarson 3, Haukur Leó Magnússon 3, Hinrik Hugi Heiðarsson 3, Daníel Þór Ingason 2, Jakob Ingi Stefánsson 2, Sveinn Jose Rivera 1, Ísak Rafnsson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 10, 38% – Morgan Goði Garner 6, 35%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -