- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eyjamenn taka sæti í undanúrslitum

Leikmenn ÍBV fögnuðu sigri á Ragnarsmótinu í dag. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Stjarnan er úr leik í úrslitakeppni Olísdeildar karla í handknattleik eftir að hafa tapað öðru sinni fyrir ÍBV í átta liða úrslitum í dag, 25:22. Leikurinn fór fram í TM-höllinni í Garðabæ.


Stjörnumenn fóru illa að ráði sínu í leiknum. Þeir voru með tveggja marka forskot þegar um 10 mínútur voru til leiksloka, 20:18. Leikmenn ÍBV skoruðu þá sex mörk í röð án þess að Stjarnan klóraði í bakkann. Þar með voru úrslitin ráðin og Stjarnan féll úr keppni sem hlýtur að vera félaginu nokkurt áfall.


Að loknum fyrri hálfleik voru Stjörnumenn marki yfir, 12:11.


Varnarleikur ÍBV var sérlega góður. Arnór Viðarsson lék afar vel og var markahæsti leikmaður ÍBV annan leikinn í röð.


Mörk Stjörnunnar: Starri Friðriksson 5, Leó Snær Pétursson 4/3, Pétur Árni Hauksson 3, Dagur Gautason 2, Gunnar Steinn Jónsson 2, Björgvin Þór Hólmgeirsson 2, Þórður Tandri Ágústsson 2, Sverrir Eyjólfsson 1, Tandri Már Konráðsson 1.
Varin skot: Adam Thorstensen 12/2, 46,2% – Arnór Freyr Stefánsson 2, 20%.

Mörk ÍBV: Arnór Viðarsson 7, Friðrik Hólm Jónsson 4, Rúnar Kárason 3, Kári Kristján Kristjánsson 3/2, Garbríel Martinez Róbertsson 2, Dagur Arnarsson 2, Ásgeir Snær Vignisson 2, Róbert Sigurðarson 1, Elmar Erlingsson 1.
Varin skot: Petar Kokanovic 7/1, 25% – Björn Viðar Björnsson 0.

Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -