ÍBV vann Selfoss með tveggja marka mun, 33:31, í síðasta leik Ragnarsmót karla í handknattleik í Sethöllinni á Selfossi í dag. Sigurinn var ekki nógu stór til þess að koma í veg fyrir að HK stæði upp sem sigurvegari að þessu sinni á mótinu. HK og ÍBV enduðu jöfn að stigum en markatala HK var betri en Eyjamanna þegar upp var staðið.
ÍBV var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 18:14, og náði mest fimm marka forskoti í að minnsta tvígang á fyrstu 10 mínútum síðari hálfleiks.
Allt annað var að sjá til Selfossliðsins í tveimur síðari leikjum liðsins á mótinu en gegn Víkingi í fyrstu umferðinni á mánudagskvöld.
Mörk Selfoss: Hannes Höskuldsson 7, Alvaro Mallols Fernandez 4, Dagur Rafn Gíslason 3, Guðjón Óli Ósvaldsson 3, Haukur Páll Hallgrímsson 3, Jason Dagur Þórisson 3, Elvar Elí Hallgrímsson 2, Gunnar Kári Bragason 2, Hákon Garri Gestsson 2, Anton Breki Hjaltason 1, Sölvi Svavarsson 1.
Varin skot: Egill Eyvindur Þorsteinsson 3, Ísak Kristinn Jónsson 3.
Mörk ÍBV: Dagur Arnarsson 7, Elís Þór Aðalsteinsson 5, Anton Frans Sigurðsson 3, Daníel Þór Ingason 3, Jakob Ingi Stefánsson 3, Sigtryggur Daði Rúnarsson 3, Ívar Bessi Viðarsson 2, Kristófer Ísak Bárðarson 2, Andri Magnússon 1, Haukur Leó Magnússon 1, Hinrik Hugi Heiðarsson 1, Nökkvi Snær Óðinsson 1, Sveinn José Rivera 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 6, Morgan Goði Garner 2.
- Klukkan 15 mætast Selfoss og ÍBV í síðasta leik Ragnarsmóts kvenna. Leikurinn verður sendur út á Handboltapassanum. Einnig verður staðan uppfærð á HBStatz sem m.a. er að finna á forsíðu handbolti.is.