- Auglýsing -
Dregið verður í 1. umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla í fyrramálið. Alls verða nöfn 26 liða í plastkúlum skálanna tveggja sem dregið verður upp úr. Þrjú íslensk lið taka þátt í keppninni á næsta tímabili, KA, Haukar og ÍBV. Lið ÍBV verður eitt liðanna 26 sem dregið til keppni á morgun. KA og Haukar sitja yfir þangað til í annarri umferð sem dregið verður í 20. september.
ÍBV er eitt þrettán liða í efri styrkleikaflokki og verður dregið á móti einu af liðunum í neðri styrkleikaflokkum. Styrkleikaflokkarnir tveir eru hér fyrir neðan. Leikir 1. umferðar eiga að fara fram helgarnar 10. og 11. september og 17. og 18. september.
Handbolti.is mun hafa vakandi auga á drættinum í fyrramálið.
Efri styrkleikaflokkurinn:
HC Robe Zubr | Tékkland |
ÍBV | |
Apoel HC | Kýpur |
HC Berchem | Lúxemborg |
Spor Toto | Tyrklandi |
HC Tallin | Eistlandi |
Maccabi Rishon-Le-Zion | Ísrael |
HC Fivers | Austurríki |
RK Izvidac | Bosníu |
HC Dragunas Klaipeda | Litáen |
KH Kastrioti | Kósovó |
SPD Radnicki Kragujevac | Serbíu |
Raimond Sassari | Ítalíu |
Neðri flokkurinn sem ÍBV dregst á móti:
Drenth Grope Hurry-Up | Hollandi |
A.E.S.H.Pylea | Grikklandi |
TJ Sokol Nove Veseli | Tékklandi |
HB Dudelange | Lúxemborg |
Izmir BSB SK | Tyrklandi |
Jolon HC | Ísrael |
HC Dinamo Pancevo | Serbíu |
A.C. Diomidos Argous | Grikklandi |
HC Dukla Prag | Tékklandi |
RK Slovenj Gradec | Slóveníu |
HC Linz AG | Austurríki |
RK Grancanica | Bosníu |
SSV Brixen | Ítalíu |
- Auglýsing -